Monday, November 27, 2006

Tillykke Anders Fogh - dönsk stjórnmál 101

Tilefni þessa pistils er að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, fagnar 5 ára veru á valdastóli í dag. Ég gef mig ekki út fyrir að vera einhver sérfræðingur í dönskum stjórnmálum, en ég veit þó eftirfarandi um Anders þennan:
Númer eitt: Hann tilheyrir stjórnmálaflokki sem heitir Venstre. Skyldi einhver álykta út frá nafni flokksins að hann fylgi vinstri stefnu í stjórnmálum, þá er svarið nei. Venstre er hægrisinnaður flokkur, svo er til annar flokkur sem heitir Radikale Venstre og sá er til vinstri. En ekki spyrja mig afhverju stjórnmálaflokkurinn Venstre er í rauninni til hægri. Innfæddir verða að svara því.
Númer tvö: Anders Fogh Rasmussen er forsætisráðherra í ríkisstjórn Venstre og Konservative (sem eru íhaldsmenn). Stjórnin nýtur svo stuðnings Danske Folkeparti sem að mínu mati er samansafn a...a en það er bara persónuleg skoðun mín og efni í aðra grein. Segjum bara að skoðanir okkar Piu Kjærsgårds varðandi málefni innflytjenda fari ekki saman.
Númer þrjú: Það sem hefur einna helst einkennt valdatíma Foghs er, að hann hefur gert dönsku þjóðinni grein fyrir því að peningar vaxa ekki á trjánum (no shit Sherlock) og að til þess að halda út einhvers konar velferðarkerfi, þá þurfa að koma einhverjir peningar í kassann. Þetta hugarfar virðist hafa komið mörgum Dananum í opna skjöldu, kannski ekkert skrýtið hjá þjóð sem trúir því að þjóðfáninn hafi fallið af himnum ofan sem gjöf frá Guði almáttugum.
Númer fjögur: Anders Fogh kom á nokkru sem kallast skattastopp. Fyrir þjóð sem er vön því að skattarnir hækki árlega, þá var þetta reiðarslag. Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá eru þó nokkuð margir Danir mótfallnir því að skattar standi í stað í stað þess að hækka.
Númer fimm: Versti pólitíski andstæðingur Anders Foghs er Helle Thorning-Schmidth. Helle þessi er formaður Danskra sósíaldemókrata, hún er hörku stjórnmálamaður og ég vona bæði heitt og innilega að ég eigi eftir að sjá hana í forsætisráðherrastóli. Ein þekktasta setning sem þessi ágæta kona hefur látið út úr sér er: „Jeg kan slå Anders Fogh” en þar á hún við að hún geti velt honum úr stóli, auðvitað ætlar hún sér ekki að slá blessaðann manninn, skárra væri það nú. Nýjustu kannanir benda reyndar til þess að Helle eigi góða möguleika á stólnum eftirsótta. Helle verður annars fertug þann 14. desember næstkomandi. Það veit ég, því það er stórt og flott viðtal við hana í nýjasta Eurowoman (uppáhalds danska blaðið mitt).
Númer sex (en ætti að vera númer eitt, þar sem þetta er mikilvægasta staðreyndin): Anders Fogh Rasmussen er án efa laaaaaaaaaangflottasti forsætisráðherra sem sögur fara af. Hrikalega flottur gæi, landsföðurslegur og þokkafullur á sama tíma. Geri aðrir betur!
Til að sanna staðreynd númer sex:
http://www.stm.dk/Index/mainstart.asp?o=6&n=0&s=2&str=stor
Þetta er skrifað af Önnu Lilju á mánudagsmorgni klukkan 11:17
P.S: Er búin að fá svar frá Lortinum, pósta því við tækifæri...
P.S.S.: Jónína dregur þokka forsætisráðherrans í efa - hér er enn ein sönnunin fyrir fullyrðingu númer sex: http://www.worldpress.org/images/0802denmark.jpg Þarf frekari vitnanna við?

Friday, November 24, 2006

Ellismellur dauðans

Hef ekki bloggað í nokkurn tíma og það eru 2 ástæður fyrir því.
Ástæða nr. 1: Hef ekki haft tíma.
Ástæða nr. 2: Þetta blogg er samstarfsverkefni nokkurra einstaklinga. Ákvað að gefa öðrum tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Þegar maður var svolítið yngri, kannski svona 20 árum yngri eða svo (í Flensborg, með Jónínu, í ensku hjá Halldóri, eða í landafræði hjá Gerta Lár...) þá var 37 ára eitthvað sem maður leiddi ekki einu sinni hugann að. Þetta var svo fjarlægt, svo gamalt og svo kellingalegt. Og núna er ég 37 ára og ég er sko ekkert kellingaleg. En að mati snyrtivöruframleiðanda er ég komin á grafarbakkann.
Snyrtivöruiðnaðurinnn veltir einhverjum milljörðum billjarða á ári með því að lofa konum eins og mér að þær verði yngri á örskotsstundu og “endurheimti æskuljómann á augabragði” (tekið úr auglýsingu) ef þær nota eitthvað tiltekið krem.
Nöfnin á þessum kremum eru nú ekkert venjuleg. Ég á til dæmis eitt sem heitir “Anti Gravity”, en það ku þýða “Á móti þyngaraflinu”. Ef ég man rétt (og það geri ég alltaf) þá eyddi Isaac Newton ófáum stundunum hangandi undir amerísku eplatré bíðandi eftir því að epli félli niður á haus hans og þannig uppgötvaðist þyngdaraflið. En nú hefur snyrtivöruframleiðandi að nafni Clinique fundið upp krem sem á að vinna gegn þessu undirstöðuafli.

Annars átti eftirfarandi samtal sér stað um daginn, þegar undirrituð brá sér í Matas til að kaupa augnkrem:
Kurteis og vel menntuð íslensk kona búsett í Frederiksberg: „Góðan dag. Áttu til eitthvað gott augnkrem?”
Afar alúðleg dönsk afgreiðslustúlka: „Já, það á ég. Hvað viltu að það geri fyrir þig?”
Kurteis og vel menntuð íslensk kona búsett í Frederiksberg: „Ja, láta mig líta betur út.”
Afar alúðleg dönsk afgreiðslustúlka: „Við eigum til dæmis þetta hérna.” (Tekur niður krús af hillu).
Kurteis og vel menntuð íslensk kona búsett í Frederiksberg: „Og hvernig virkar þetta?"
Dönsk afgreiðslustúlka: „Sléttir úr hrukkum.”
Kurteis og vel menntuð íslensk kona búsett í Frederiksberg: „Það er nefnilega það.” (hugsar: „Jahá, helv... beyglan, svo henni finnst ég þurfa á því að halda.”) „Jæja, ætli ég kaupi þetta ekki.”
Dönsk og AFAR dónaleg afgreiðslustúlka: „Svo ætla ég að gefa þér hérna prufu af ægilega góðu serum.”
Kurteis og vel menntuð íslensk kona búsett í Frederiksberg: „Og hvernig virkar það?”
Danskur hegðunarhryðjuverkamaður: „Ja, sko, ef þú notar það með augnkreminu þá gefur það tvöfalda virkni.”
Réttir kurteisu og vel menntuðu íslensku konunni búsettri í Frederiksberg lítinn pakka sem á stendur: „Deep wrinkle concentrate”.
Döh... þarf ég að segja meira?? Fer aldrei aftur í Matas (nema kannski þegar það er tilboð á Dior möskurum).

Fór annars aftur á Spiseloppen í fyrradag og það var ÆÐI – er strax búin að plana næstu heimsókn þangað.
Fékk bréf frá Lortinum í gær - skelli því á bloggið þegar ég má vera að.
OG.... þetta er skrifað klukkan 9:17 á fögrum föstudagsmorgni
Anna Lilja

Thursday, November 23, 2006

Uppskrift að jólaköku

Mér leiðist allur jólaundirbúningur sem felur í sér einhverskonar matargerð af hvaða tagi sem er. Ég baka til dæmis aldrei fyrir jólin, og þakka Guði mínum á hverjum degi desembermánaðar fyrir þá snilld sem tilbúinn jólabakstur er. Ekkert mál, bara kaupa og hlaupa, eða öfugt.
Ég hnika líka ekki frá þeirri skoðun að jólabakstur sé uppfundinn af fyrri tíma húsmæðrum sem ekki unnu úti, og urðu þess vegna að finna sér eitthvað að bardúsa til að leiðast ekki í hel á heimilum sínum. Þessi arfleifð hefur síðan orðið að normi sem hefur flust áfram til seinni kynslóða, og hvomar yfir lífi nútíma útivinnandi kvenna eins og mara, til þess eins að auka þeim streitu og samviskubit fyrir jólin.

Ég rakst þó á uppskrift að jólaköku sem ég gæti hugsanlega, mögulega og jafnvel hugsað mér að prófa, og það náttúrulega fyrst og fremst vegna þess að hún inniheldur áfengi. Mér sýnist á öllu að þetta sé ekki einungis uppskrift að góðri jólaköku, heldur góðum jólamánuði í heild og hef því ákveðið að deila henni með lesendum Baunasúpunnar, í þeirri von að hún létti þeim lífið og stundirnar í jólamánuðnum.

Uppskriftin hljóðar svona:

Jólakökuuppskrift

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga magnið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu borði.Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst nokkrum ávaxtakökur góðar
hvort eð er ?)

Njótið heilar
Jónína

Friday, November 17, 2006

I´m not going to f**k you

Eiginmaður minn fór til London síðustu helgi í fagurri fylgd vina sinna. Tilgangur ferðarinnar var að horfa á fótboltaleik og skemmta sér. Vinirnir voru staddir á Asia de Cuba, höfðu etið á sig gat og drukkið ótæpilega og nú var kominn tími til að sýna listir sínar á dansgólfinu.
Allir eru þeir fótafimir með afbrigðum og því leið ekki á löngu þar til kvenfólkið fór að flykkjast í kringum þá (ég tek það fram að þar sem ég var ekki á staðnum, þá verð ég að styðjast við lýsingar annarra). Nema hvað, þegar kona ein gerist nærgöngul við minn betri helming segir hann á Engilsaxnesku: “I´m not going home with you, I´m not going to fuck you, I´m just going to have fun with my friends.” Var það mál manna að þetta hefði verið setning ferðarinnar. Þvílík orðsnilld! Shakespeare, Wordsworth og Jane Austen snúa sér nú við í gröfum sínum sem aldrei fyrr af einskærri öfund.
Það er svosem ekkert meira um þetta að segja.
Anna Lilja
P.S.: Vil bæta einu við að gefnu tilefni, ég sit ekki og blogga á nóttunni, klukkan hér í Danmörku er 9:08 um morguninn. Aftur á móti er klukkan á þessu bloggi eitthvað allt annað. Grunar að það sé vegna þess að þetta er ammmmrísk bloggsíða.

Thursday, November 16, 2006

My cup of tea

Alltaf er maður að upplifa eitthvað nýtt, ekki síst hér í Kóngsins K. Sem betur fer. Fór áðan á hreint út sagt dásamlegan stað. Þegar maður upplifir eitthvað frábært, þá á maður að sjálfsögðu að deila lífsreynslunni með öðrum (að því gefnu að almenn siðferðismörk séu virt).
Dásemd þessi er testofa á 2. hæð í Illum. Testofan heitir ChaTang Tearoom, þar má fá alls konar te (nema hvað) kaffi, kökur og ýmsar hefðbundnar enskar veitingar eins og samloku með agúrku og enskar scones, sem eru brauðbollur. Mér er ljúft að segja frá því að ég fékk mér karamellute og scone með lemoncurd, sem er nokkurs konar sítrónusmjör. Alveg hrikalega gott.
Testofan er eiginlega inni í miðri undirfata- og náttfatadeildinni og það er hið besta mál. Skemmti mér konunglega við að horfa á mann einn velta vöngum yfir því hvort hann ætti að velja hvítar bómullar Sloggi eða ögrandi svart nærfatasett með rauðum blúndum. Eftir mikil heilabrot valdi maðurinn hið síðastnefnda, gott hjá honum! Nú verður einhver kona glöð (nema hann ætli að eiga þetta sjálfur, maður veit jú aldrei...)
Anna Lilja

Wednesday, November 15, 2006

Laugardagskvöld í Kristjaníu

Undirrituð skellti sér í fríríkið Kristjaníu síðastliðið laugardagskvöld. Tilgangur fararinnar var nú ekki sá að festa kaup á ólöglegum vímugjöfum, nei ekki aldeilis, förinni var heitið á margrómaðan veitingastað sem heitir Spiseloppen.
Ekki var ég nú ein í för, var í félagsskap stórglæsilegra systra af Suðurnesjunum. Systur þessar komu hér til Köben að því er virðist í þeim tilgangi helstum að skoða innviði H&M . Systurnar eru með endemum glæsilegar og hafa báðar tekið þátt í fegurðarsamkeppnum með góðum árangri. Því þótti ekki annað við hæfi en að eyða dágóðum tíma í snyrtingu og fegrun áður en haldið var til móts við systurnar, en þær dvöldu á hóteli á Vesterbrogade. Þegar þangað var komið var ljóst að systurnar höfðu vakið athygli karlpeningsins á hótelinu, en á meðan sögumaður staldraði þar við var barið reglulega á dyr herbergisins og skrækt með digrum karlarómi „room service” og svo var flissað fremur ámátlega. Systurnar létu þessa áreitni lítt á sig fá, enda líklega vanar athygli gagnstæða kynsins. Nú spyr ég: Hvaða heilvita manni dettur í hug að hann lendi á sjens með því að breyta röddinni og þykjast vera þjónustustúlka?
Til Kristjaníu fórum við, það gekk reyndar erfiðlega að finna staðinn og ekki bætti úr skák að uppdópaður unglingahópur afvegaleiddi okkur með því að vísa okkur ranglega til vegar. En Spiseloppen er einfaldlega frábær staður, ekkert meira um það að segja og eru allir hér með hvattir til að fara þangað.
Kvöldið náði samt hápunkti, þegar við gengum út af staðnum og mættum þar „innfæddum” Kristjaníubúa. Maðurinn var afar viðræðugóður og hóf samtalið á þessa leið: „Hafið þið prófað mariuana?” Þegar svarið var nei, bauðst hann til að bæta úr því. Tilboðinu var ekki tekið.
Um var að ræða 49 ára gamlan mann sem hafði búið í fríríkinu í 30 ár og lýsti lífinu þar sem paradís á jörðu. „En það breyttist þó til hins verra þegar þeir fóru að láta okkur borga skatta,” sagði hann og stundi þunglega, mæddur af óréttlæti heimsins. Fyrir mig, sem stunda mannlífsrannsóknir í frístundum, var þetta hreinasta gullnáma. Síðan var hann samferða okkur á Metro stöðina og kjaftaði á honum hver tuska. Spurður um erindi sitt niður í bæ sagðist hann vera að fara á Nørreport, þar beið dóttir hans eftir honum, en hún er hjúkrunarfræðingur og var að fara á næturvakt. Hann var ekki hrifinn af því að hún væri að ferðast ein í neðanjarðarlestunum að næturlagi og var því að fara til að fylgja henni. Frekar krúttlegt. Ekki alveg búinn að reykja frá sér ráð og rænu, blessaður.
Fékk æðislega heimsókn frá Íslandi í dag og á von á annarri, ekki síðri á sunnudaginn. Mikið að gera í skriftum, sem betur fer hefur Lortinn alveg látið mig í friði. Vona að ég heyri aldrei í honum aftur. Hann er ekki "my cup of tea" eins og Enskurinn segir.
Allir á Spiseloppen!
Anna Lilja

Sunday, November 12, 2006

Nýtt líf í nýju landi

Það er óhjákvæmilegt þegar flutt er á nýjar slóðir að hinar ýmsu breytingar verði á hinum ýmsu sviðum lífsins við aðlögun að nýjum aðstæðum. Ekki hef ég nú farið varhluta af því og við nána úttekt sé ég að ég finn mig oft á tíðum í aðstæðum og samhengi sem fyrir flutning hefði verið alls ÓHUGSANDI.

Má sem dæmi nefna að ég:

-hef borðað morgunmat allt að 6 sinnum í viku þegar best lætur, og það að meira segja sitjandi við eldhúsborðið!

-hef bæði hjólað og tekið strætó til að komast ferða minna og það algerlega án þess að það rjúki úr eyrunum á mér af stressi.

-sést nú sífellt oftar á ferðinni í bomsum og með bakboka og hef ekki farið á hælaskó af viti í marga mánuði.

-hef farið ómáluð og með hreiður í hári í bæði í innkaup og bæjarferðir án þess að hafa teljandi áhyggjur af útliti mínu, og án þess að vera einu sinni með spegil og málningargræjur í töskunni til að bjarga málinu.

Ég hef aftur á móti ekki:
-farið í búð með handklæði á höfðinu óafvitandi.
-komið frá lækni og mætt í vinnu, ennþá í bláu plastpokunum.
-keyrt í vinnu með símann í annarri, maskarann í hinni og morgunmatinn í sætinu við hliðina!

Sumir myndu kalla þetta framfarir

Friday, November 10, 2006

Nettó

Nú er kalt í Köben, kominn tími til að taka fram vetrarklæðnaðinn frá því í fyrravetur. Það verður nú svolítið spennandi; er úlpan frá því í fyrra alveg gjörsamlega glötuð, eða er hægt að notast við hana eitt ár í viðbót? Best að kíkja í Eurowoman og sjá hvað er í tísku...
Vetrinum fylgir heitt kakó, teppi, kerti, flíspeysur (66°N), súpur, ísköld trégólf og kuldaskór. Talandi um heitt kakó: fékk æðislegt heitt kakó um daginn á Starbucks í London. Gjörsamlega eeeeeeeeeeelska Starbucks - vill einhver vera svo vænn að koma með það til Danmerkur og Íslands (nenni því ekki sjálf). Plís.
Fór í Netto í gær, sem væri svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað búðin var full af MJÖG gömlum konum. Það er heldur ekki í frásögur færandi, nema hvað þær héldu allar að ég væri starfsmaður Netto og spurðu mig í þaula um síðasta neysludag á hinu og þessu, hvernig þessi tiltekna tegund af Suður-Jóskri spægipylsu smakkaðist og hvort ég gæti nú ekki farið inn á lager og sótt egg.
Að sjálfsögðu reyndi ég eins og ég gat að verða þeim að liði, en þegar ég var beðin um að fara inn á lager, þá varð ég því miður að svara því til að til þess hefði ég einfaldlega ekki heimild.
Botninn tók þó úr þegar gömul kona, sem hafði horft á mig í örugglega 5 mínútur og talað við mig um heima og geima, (ég þorði ekki að labba í burtu, það hefði verið dónalegt), sagði skyndilega: "Fyrirgefðu, ég hélt að þú værir sonur minn."
Alltaf gaman að fá staðfestingu á því hvað maður er kvenlegur.
Þarf að vinna mikið um helgina, vona að samskiptum mínum við Lortinn sé lokið. Má ekki vera að því að tala við svona rugludalla.
Anna Lilja

Thursday, November 09, 2006

Dear Lort Fucker

Frederiksberg, 10. November 2006

Dear Lord Fucker
Thank you for your letter. We at “Baunasúpan” are very impressed that a person of your high standard pays any notice to our blog. We have been wondering how come you could understand what I wrote? Do you speak Icelandic?
You say, that I have prejudices against the Brits. Well, sorry to say so, but I´m far from the only one that has noticed the lack of grace and beauty among your fellow countrymen. It doesn´t classify as a prejudice, but as a common knowledge.
If you go on “Google” and write “ugly brits” then you´ll get 817 sides. If you google “ugly Englishmen”, you´ll get almost 100 sides and if you google “Victoria Beckham is ugly” you´ll get 124 sides. Do I really need to say any more?
Regarding your toilet habits: They do not interest me. Of course, I am sorry that you haven´t been able to do your duty at the loo, but it has nothing to do with me and my blog. I recommend you see a doctor and ask him/her about constipation.
And finally: all the people you mention are dead ugly.
I hope this will be the last of our correspondance, I am extremely busy and do not want to be disturbed, especially not by people that I do not know.
Sincerely
Anna Lilja Thorisdottir

Wednesday, November 08, 2006

Þættinum hefur borist bréf

Já, það fór eins og aðstandendur Baunasúpu spáðu í upphafi bloggs, þessi síða hefur skipað sér á bekk með mest lesnu og virtustu síðum netsins og er orðin leiðandi í þjóðmálaumræðunni víðs vegar um heim.
En engan óraði fyrir því að það myndi gerast svona fljótt. Okkur hefur borist ábending frá Englendingi nokkrum og maðurinn sá kemur nú ekki úr neðstu lögum samfélagsins. Ónei, hann er hvorki meira né minna en enskur Lord (er það kannski Lort á dönsku?) og heitir fullu nafni: Lord Gaylord Fucker. En lítum á bréfið.

Havisham Castle, Fuckhamshire 8. November 2006
Dear Mrs. Thorisdottir
I read your blog , where you state your opinion of the physical appearance of the British nation and I have to say that I was greatly disturbed. Frankly, your writing had so great effect on me, that I haven´t been able to sleep, eat or going to the toilet, for that matter.
I believe that prejudices stems from not knowing better, and I see it as my role to enlighten you.
First and foremost: The British nation is not an ugly one. I could name thousands and thousands of beautiful British people to support my case, to name a few: Camilla Parker-Bowles, Rowan Atkinson (Mr. Bean), Wayne Rooney and all the cast in “Little Britain”. I could carry on for days, naming beautiful Brits, but I think I have made my point.
I expect you to change your opinion after you have recieved this letter.

Sincerely
Lord Gaylord Fucker
Havisham Castle
Fuckhamshire
Great and beautiful Britain

Það þarf varla að orðlengja það neitt frekar að undirrituð er að vinna að svarbréfi til Lortsins.
Anna Lilja

Howdi

Vildi bara sign-a mig inn hérna svo ekki væri hægt ad bauna (meira) á mig fyrir ad taka ekki thátt.

Er annars í öfundsykiskasti út í nágranna mína á efri hædinni (í bádum íbúdunum) thví akkúrat í thessum skrifudu ordum er litháísk hreingerningarkona ad taka til og skúra út hjá theim og ég hef lúmskan grun um ad hún hefdi miklu meira ad gera hér nidri hjá mér. Ekki dettur mér thó í hug ad taka mig saman í andlitinu, fá innblástur af ryksuguhljódinu uppi og taka upp skúringarkústinn.. verd ad vidurkenna ad thad hvarflar frekar ad mér ad tölta upp og ráda blessudu konuna í vinnu !

Hmm.. væri thad kannski hámark letinnar ad heimavinnandi húsmódir myndi ráda hreindyr í skítverkin ?

heyrumst
Raggalo

Tuesday, November 07, 2006

Hví, ó hví

Hvernig stendur á því að fullkomnlega heilbrigður og þokkalega vel gefinn einstaklingur (ég) fer á netið að leita að JR Ewing screensaver (já, vondi kallinn úr Dallas), þegar á verkefnalistanum eru 6 blaðagreinar með deadline í lok vikunnar?
Ef einhver er með svarið við þessari spurningu, þá er það vel þegið. Annars ætti ég svosem heldur ekkert að vera hér á blogginu... en fyrst ég er nú hérna: velkomin heim elsku Jónína.
Ég er farin að vinna.... annars fann ég þennan líka fína JR Ewing screensaver (sem heitir víst skjáhvíla á ástkæra ylhýra), downloadaði honum (niðurhalaði hann) og nú prýðir þessi skúrkur tölvuskjá minn.
Anna Lilja

Monday, November 06, 2006

Heimferðir

Þá er að kveldi komin heimferðin til Íslands, og á morgun hefst heimferðin til Danmerkur. Agalegt að vera svona illa áttaður á hvar maður á heima. Í Köben saknar maður Hafnarfjarðar, en í lok heimsókna þangað hlakkar mann ótrúlega til að koma heim til stór-Amagersvæðisins. Undarlegur andskoti það!
Til að samræma þessa tvo heimahaga ákvað ég að taka bara íslensku heimahagana með til Köben og lagðist því í víking í íslenskum verslunum í dag og kaupa það sem handhægast er að flytja, það er að segja matvöru. Ég ætti kannski öllu heldur að segja matvörUR, því í fleirtölu voru þær, og kem því á danska grund hlaðin íslensku góðgæti af öllu mögulegu og ómögulegu tagi. Í kassanum góða sem með er í för kennir ýmissa grasa, og til að gefa lítið tóndæmi um innihald hans er þar að finna: lifrarpylsu, kokteilsósu, prins póló, harðfisk, Frón kex, SS pylsur, suðusúkkulaði, malt og appelsín. Ég tek þó fram að þessa verður neytt sér og í sitthvoru laginu, það yrði lagleg súpa ef öllu væri saman blandað.
Í ofanálag við öll þessi matvæli inniheldur farangurinn íslenska geisladiska, bækur og myndir, auk þess sem einhver eintök af mogganum þóttu alveg ómissandi til að halda uppi íslensku heimahagastemmningunni. Íslenskt, já takk, heima hjá mér á næstunni :)

Skemmtilegt dæmi um þennan stórrugling á heimasvæðum og heimatungumálum er annars þegar sonur minn segir stundarhátt í hvert sinn sem einhver hér opnar munninn og segir eitthvað: Mamma, veistu hvað, þessi talar íslensku!

Sjáumst heilar í Köben
Jónína

Saturday, November 04, 2006

Stangstífur krónprins

Á leið minni um bæinn í morgun rak ég augun í forsíðuna á Extrabladet eða BT eða hvað þetta nú allt heitir. Fyrirsögnin var eitthvað á þá leið að Friðrik krónprins hefði verið "stangstiv i byen", en það mun þýða að blessaður prinsinn fékk sér of mikið neðan í því. Á forsíðunni var svo mynd af ofurölvi prinsinum hangandi utan um hálsinn á vini sínum. OK - hverjum er ekki sama.
Annars datt mér eitthvað allt annað í hug en ofneysla áfengis þegar ég las þetta orð "stangstiv". Að karlmaður sé stangstífur finnst mér einhvernveginn að eigi að þýða eitthvað allt annað. Ef orðið þýddi nú það sem mér finnst að það ætti að þýða, ja, þá væri nú fréttin orðin spennandi ;-)
Aldrei hef ég séð svona umfjöllun um konunglega konu, nú hljóta prinsessur og drottningar að drekka sig "stangstífar" af og til (svona eins og við hinar). En þær detta sennilega í´ða inni í herberginu sínu - ekki niðri í bæ fyrir allra augum eins og vor ástkæri krónprins.
Var annars að þrífa í dag, stelpurnar að leika við vin sinn og Hrannar sat og vann. Fannst ástandið allt í einu svo svakalega gamaldags eitthvað - ég með tuskuna á lofti að þurrka af í kringum minn ástkæra eiginmann (geturðu lyft fótunum, elskan). Því var viðeigandi að skella stjörnu sjötta áratugarins á fóninn: sjálfum Frank Sinatra. Mæli eindregið með því að hlusta á "My way" í botni meðan á þrifum stendur - textinn bara býsna skemmtilegur:
Regrets, I've had a few
But then again, too few to mention
I did what I had to do and saw it through without exemption
I planned each charted course, each careful step along the byway
And more, much more than this, I did it my way
I faced it all and I stood tall
and I did it my way

Ansi djúpt Frankie boy.....
Anna Lilja

Thursday, November 02, 2006

Bráðum koma blessuð jólin

... börnin fara að hlakka til. Fór með dúllurnar mínar í Netto í dag (allir skápar galtómir sökum mikilla ferðalaga fjölskyldunnar að undanförnu). Að koma inn í Netto var eins og að stíga inn í jólaland; allar hillur fullar af jólanammi, piparkökum, jóladagatölum, jólaföndurdóti og jólaskrauti. Helga Guðrún stakk upp á því að dagatöl yrðu keypt, en móðurinni þótti það heldur snemmt, enda mánuður í að fyrsta glugganum skuli lokið upp. Barnið var sannfært um að öll jóladagatöl í Danaveldi myndu seljast upp á næsta sólarhring og að hún myndi sitja uppi dagatalslaus, en móðirin hélt nú ekki og fullyrti að til væru nægar birgðir í landinu. Það stefndi í dagatalsstríð, þar til barnið rak augun í syngjandi jólakúlu og krafðist kúlunnar þegar í stað. Kúlan að tarna var flennistór, gyllt og gljáandi og söng Jingle Bells af miklum móð með ýktum suðurríkjahreimi. Þetta var svona Dolly Parton meets Geirmundur....
Móðirin vann (í þetta sinn) og ekkert jóladót keypt að sinni.
Nú er Jónína á leið til Íslands - lendir án efa í ægilega spennandi ævintýrum þar. Gaman hjá henni.
Rakst annars á mjög flotta setningu í dag: "It´s all in the angle of approach."
Anna Lilja

Af Tjöllum og akademískum klámhundum

Hædíhó. Einn meðlimur kaffihúsaklúbbsins kom frá London seint í gærkvöldi. Tjallinn er alltaf jafn alúðlegur, vildi þó óska að þeir hættu að kalla mig "madam" í öðru hvoru orði; finnst ég einhvernveginn verða sextíu ára og eitthvað þegar ég er ávörpuð á þennan hátt. Það verður ekki af Tjallanum skafið, kurteis er hann. En mikið assgoti er hann ljótur. Hef svosem áður komið til Englands og alltaf undrað mig jafn mikið á skorti á líkamlegu atgervi hjá þessari miklu menningarþjóð.
En það gerist alltaf það sama þegar ég stíg út úr flugvélinni á enskri grundu og ég veit að fleiri ganga í gegnum svipað ferli:
Fyrsta stigið er afneitun: maður telur sér trú um að það sé hrekkjavaka og vinsælustu grímurnar þetta árið séu Karl Bretaprins, Austin Powers eða Victoria Beckham.
Næsta stig felur í sér áfall: Nei... þetta getur ekki verið... Sé ég ofsjónir? Verð að setjast niður á næsta pöbb og róa taugarnar....
Þriðja og síðasta stigið felur í sér að viðurkenna ástandið: Bretar eru ljótir. Sorry mates.
Fyrst verið er að fjalla um ókosti Bretanna þá verð ég að minnast á annað: þessa áttavillu hjá þeim. Maður á gjörsamlega fótum sínum fjör að launa þegar þeir koma æðandi úr kolvitlausum áttum - afhverju geta þeir ekki haft sömu áttir og aðrar siðmenntaðar þjóðir? Ætli saklaus íslenskur vegfarandi yfir götu veit hann ekkert í hvaða áttir hann á að horfa. Að vísu er stundum málað á götuna: "Look right" eða "Look left" en líti maður til vinstri, þá kemur bíll brunandi frá hægri og líti maður til hægri þá er viðbúið að flugvél komi úr austri. Hægri og vinstri að breskum sið er bara allt öðruvísi en hjá öðru fólki. Tony Blair ku til dæmis kenna sig við vinstri stefnu og fór mikinn í fyrstu kosingabaráttu sinni undir kjörorðinu "The new left". Er það ekki fyrirtaks dæmi um að vinstri þýðir hægri og hægri þýðir bara eitthvað allt annað?
Eins og Jónína bendir réttilega á eru alhæfingar að sjálfsögðu stórhættulegar og því vill höfundur benda á að þessi skrif eru einungis ætluð til þess að létta lund lesandans. Auðvitað eru ekki allir Bretar ljótir, skárra væri það nú. Jónína tínir til tvö dæmi, en vissulega eru til fleiri fríðir Bretar. Sjáið til dæmis William prins - ekki er hann nú neitt slor! Eða hvað um .... ja...humm... jæja, þið vitið hvað ég á við.

Klámhundar eru merkileg fyrirbæri og þá má finna víða. Eftirfarandi samtal átti sér stað á kaffihúsi einu í Kristjánshöfn í síðastliðnum mánuði. Þar höfðu tvær föngulegar 37 ára gamlar konur setið um stund við þá iðju að ryðja út úr sér klámbröndurunum og var hlegið ansi stórkarlalega.
Jónína: "Við erum klámhundar."
Anna Lilja: "Já, en ekki svona venjulegir dónalegir klámhundar."
Jónína: "Nei, það er satt. Við höfum klassa og stíl."
Anna Lilja: "Já, við erum svona akademískir klámhundar."

I rest my case ;-)
Anna Lilja

Wednesday, November 01, 2006

Naglasúpa?

Ég segi ekki annað en betur má ef duga skal, þessi súpa er hálfgerð naglasúpa enn sem komið er!
Ég hef því ákveðið að henda dulitlum grænmetiskrafti í pottinn, svona áður en ég held á klakann, þar sem ég mun að sjálfsögðu sækja hráefni í súpuna.

Fór á ógó skemmtilega mynd í Grand bíó sem heitir Sience of Sleep. Skemmtilegt bíó, minnti mig soldið á að fara í Gamla bíó í þá gömlu góðu daga (já, ég man sko eftir því). Það er líka kósý stemmning fyrir utan, kaffihús og hugga, þó akkúrat núna sé það sjálfsagt fjarri lagi að nokkurn heilvita mann gæti langað til að sitja úti.

Eina heilvita konu langar þó mikið að fara í stelpuferð í bæinn, að Íslandsheimsókn lokinni, og þá einkum og sér í lagi til að dansa á Pan. Og það má sko ekki vera seinna en fljótlega því nú ætla þeir að fara í gang með meðlimaklúbb (bein þýðing, ekki dónaskapur) og þá verður heldur erfiðara að komast í dansinn þar.

En nú svíf ég á braut, í íslenskan fisk og prins póló. Tek með mér góðgæti til baka til að henda í súpuna góðu ;)