Friday, November 10, 2006

Nettó

Nú er kalt í Köben, kominn tími til að taka fram vetrarklæðnaðinn frá því í fyrravetur. Það verður nú svolítið spennandi; er úlpan frá því í fyrra alveg gjörsamlega glötuð, eða er hægt að notast við hana eitt ár í viðbót? Best að kíkja í Eurowoman og sjá hvað er í tísku...
Vetrinum fylgir heitt kakó, teppi, kerti, flíspeysur (66°N), súpur, ísköld trégólf og kuldaskór. Talandi um heitt kakó: fékk æðislegt heitt kakó um daginn á Starbucks í London. Gjörsamlega eeeeeeeeeeelska Starbucks - vill einhver vera svo vænn að koma með það til Danmerkur og Íslands (nenni því ekki sjálf). Plís.
Fór í Netto í gær, sem væri svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað búðin var full af MJÖG gömlum konum. Það er heldur ekki í frásögur færandi, nema hvað þær héldu allar að ég væri starfsmaður Netto og spurðu mig í þaula um síðasta neysludag á hinu og þessu, hvernig þessi tiltekna tegund af Suður-Jóskri spægipylsu smakkaðist og hvort ég gæti nú ekki farið inn á lager og sótt egg.
Að sjálfsögðu reyndi ég eins og ég gat að verða þeim að liði, en þegar ég var beðin um að fara inn á lager, þá varð ég því miður að svara því til að til þess hefði ég einfaldlega ekki heimild.
Botninn tók þó úr þegar gömul kona, sem hafði horft á mig í örugglega 5 mínútur og talað við mig um heima og geima, (ég þorði ekki að labba í burtu, það hefði verið dónalegt), sagði skyndilega: "Fyrirgefðu, ég hélt að þú værir sonur minn."
Alltaf gaman að fá staðfestingu á því hvað maður er kvenlegur.
Þarf að vinna mikið um helgina, vona að samskiptum mínum við Lortinn sé lokið. Má ekki vera að því að tala við svona rugludalla.
Anna Lilja

0 Comments:

Post a Comment

<< Home