Thursday, February 22, 2007

Veðurtepptir Danir

Meira um danskan snjó. Jújú, það er svosem snjór hér. Sennilega myndu flestir Íslendingar kalla þetta svona í meðallagi. Að mati Dana er þetta aftur á móti ófærð og illviðri. Fór með Helgu í leikskólann í morgun. "Jæja, það verða víst ekki mörg börn hér í dag," sagði leikskólakennarinn. "Margir hafa hringt og segjast vera veðurtepptir."
VEÐURTEPPTIR!!! Er búin að fara út um hálft Frederiksberg í morgun og ekkert hamlaði för minni.
Ætla ekki að vera þannig útlendingur sem læt innfædda fara í taugarnar á mér. Er svosem alveg sama hvort Danir telja sig vera veðurteppta eða ekki. En segi bara enn og aftur: It´s all in the angle of approach.
Anna Lilja kl. 10:45

0 Comments:

Post a Comment

<< Home