Wednesday, February 21, 2007

Kannski var þetta snjóstormur eftir allt saman

Þarf aðeins að endurskoða það sem ég sagði um snjóstorminn. Keyrði upp til Hellerup í dag og þar var nú talsvert meiri snjór en í Frederiksberg og ekki laust við að það grillti í snjóstorm. Það tók okkur um klukkutíma að komast heim, en að öllu jöfnu tekur það um kortér. Skýringin er fyrst og fremst sú, að Danir kunna hreinlega ekki að keyra í snjó, hvar ættu þeir svo sem að læra það, það snjóar svona 3svar á ári? Afleiðingin verður sú að þeir keyra á 20 km hraða. Afleiðingin af því verður sú að það tekur óratíma að komast leiðar sinnar.
En nú bylur á glugga, ætla að fá mér heitt kakó ;-)
A.L.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home