Wednesday, March 28, 2007

Dauði Danans

Ekki var nú seinna að vænna en að Baunin Anna breyttist endanlega í hinn bíllausa dana dauðans, það er öllum hollt og skyllt að prófa það líka meðan dvalið er í danaveldi. Aftur á móti eru dagar mínir sem bíllausrar baunar nú taldir, enda rúmlega búin að taka út skylduna á þeim tæplega 3 árum sem ég hef búið hér. Hér hef ég hjólað frá fjöru til fjalls, og ekki kallað það ömmu mína að hjóla jafnvægishjólun með barn í stól, haldandi á bleyjum og með stóra innkaupapoka sitthvoru megin á stýrinu. Ég hef líka hjólað í öllum útgáfum af veðurbrigðum, sól, stormi, snjó, rigningu, rigningu og rigningu (en þó aldrei með regnhlíf), og verð ég að segja að af þeim finnst mér nú blíðviðrið skemmtilegast fyrir þessa tegund farartækis.

En svo ég víki nú sögunni aftur til Breiðafjarðareyja, er ég nú orðinn stoltur eigandi sjálfrennireiðar, og þeirrar ekki af verri gerðinni! Hér er um að ræða silfurgráan Skoda Felicia STATION bíl, frá árinu 1998. Bíllinn sá hefur hvorki án samlæsingu né rafdrifnar rúður, en er aftur á móti útbúinn bæði hita í sætum OG kassettutæki. Já haldiði ykkur bara, og enn fastar þegar þið mætið fjölskyldunni á Øresundsvej syngjandi af gleði á sportinu í kagganum. Þetta er sko almennilegur bíll ;)

Það eina sem setur nokkuð strik í reikninginn (og sönginn) er sú staðreynd að kassettur virðast einhverntímann á síðustu árum hreinlega hafa horfið af markaði, af óskiljanlegum ástæðum, og veitist því erfitt að verða sér úti um fjölbreytta músík. Ég auglýsi því hér með eftir slíkum gersemum, svo ef þið liggið með gamlar kassettur með lögum unga fólksins yrði þeim tekið fagnandi á heimili skódans.
Reyndar mega þær næstum vera með hverju sem er, bara ekki þýsku jóðli!

með ósk um góðar stundir
Skódína

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Algjör snilld:) mins og þins á eins bílum;) nema minn er töffaratýpan án fjölskyldu;) hahaha
kv.Hildur skódafrænka

12:50 PM  

Post a Comment

<< Home