Wednesday, November 01, 2006

Naglasúpa?

Ég segi ekki annað en betur má ef duga skal, þessi súpa er hálfgerð naglasúpa enn sem komið er!
Ég hef því ákveðið að henda dulitlum grænmetiskrafti í pottinn, svona áður en ég held á klakann, þar sem ég mun að sjálfsögðu sækja hráefni í súpuna.

Fór á ógó skemmtilega mynd í Grand bíó sem heitir Sience of Sleep. Skemmtilegt bíó, minnti mig soldið á að fara í Gamla bíó í þá gömlu góðu daga (já, ég man sko eftir því). Það er líka kósý stemmning fyrir utan, kaffihús og hugga, þó akkúrat núna sé það sjálfsagt fjarri lagi að nokkurn heilvita mann gæti langað til að sitja úti.

Eina heilvita konu langar þó mikið að fara í stelpuferð í bæinn, að Íslandsheimsókn lokinni, og þá einkum og sér í lagi til að dansa á Pan. Og það má sko ekki vera seinna en fljótlega því nú ætla þeir að fara í gang með meðlimaklúbb (bein þýðing, ekki dónaskapur) og þá verður heldur erfiðara að komast í dansinn þar.

En nú svíf ég á braut, í íslenskan fisk og prins póló. Tek með mér góðgæti til baka til að henda í súpuna góðu ;)

1 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Jónína beib: Góða ferð í Prins Pólóið.
Kv. Anna Lilja

3:40 AM  

Post a Comment

<< Home