Thursday, February 22, 2007

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó

Þetta með dani og veðurteppt er víst ekki nýtt af nálinni. Mjög seint á 20. öldinni bjó vinafólk mitt í Árósum og stundaði þar nám. Fyrsta veturinn þeirra vöknuðu þau einn morguninn við að snjódrífa hafði fallið um nóttina og tekist að mynda um það bil 2 cm snjólag. Á planinu spóluðu í öllum hornum bílar á sumardekkjum, svo Einar ákvað að vetrarskórnir væru skynsamlegasti fararskjótinn þann daginn, skellti sér í þá og arkaði af stað í 3 km göngu í skólann. Með roð í kinnum og vindblásið hárið mætir hann í skólann, en kemur þar að öllum dyrum lokuðum, skólanum aflýst vegna veðurs og færðar þann daginn!

Það verður að fylgja sögunni að hér er verið að tala um HÁSKÓLA, ekki barnaskóla ;)

Skrifað af konunni, sem ekki einu sinni gat haldið sig innivið í storminum mikla 2005
JF

0 Comments:

Post a Comment

<< Home