Wednesday, February 21, 2007

Danskur snjóstormur

Hér í veldi Dana var spáð snjóstormi í dag. "Það verður líklega ófært á morgun," sagði nágranni minn brúnaþungur í gær. Í morgun gaf á að líta um það bil eins millimetra þykkt snjólag, svo lítið að varla sást. Hitti nágrannann aftur, "Jæja, gott að veðurspáin stóðst ekki," sagði ég hressilega. "Jú, það snjóaði sko í nótt. Ertu ekki búin að líta út um gluggann?"
Hér á uppáhaldsorðatiltækið mitt vel við: It´s all in the angle of approach
A.L. á miðv. degi heima með veikt barn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home