Thursday, November 23, 2006

Uppskrift að jólaköku

Mér leiðist allur jólaundirbúningur sem felur í sér einhverskonar matargerð af hvaða tagi sem er. Ég baka til dæmis aldrei fyrir jólin, og þakka Guði mínum á hverjum degi desembermánaðar fyrir þá snilld sem tilbúinn jólabakstur er. Ekkert mál, bara kaupa og hlaupa, eða öfugt.
Ég hnika líka ekki frá þeirri skoðun að jólabakstur sé uppfundinn af fyrri tíma húsmæðrum sem ekki unnu úti, og urðu þess vegna að finna sér eitthvað að bardúsa til að leiðast ekki í hel á heimilum sínum. Þessi arfleifð hefur síðan orðið að normi sem hefur flust áfram til seinni kynslóða, og hvomar yfir lífi nútíma útivinnandi kvenna eins og mara, til þess eins að auka þeim streitu og samviskubit fyrir jólin.

Ég rakst þó á uppskrift að jólaköku sem ég gæti hugsanlega, mögulega og jafnvel hugsað mér að prófa, og það náttúrulega fyrst og fremst vegna þess að hún inniheldur áfengi. Mér sýnist á öllu að þetta sé ekki einungis uppskrift að góðri jólaköku, heldur góðum jólamánuði í heild og hef því ákveðið að deila henni með lesendum Baunasúpunnar, í þeirri von að hún létti þeim lífið og stundirnar í jólamánuðnum.

Uppskriftin hljóðar svona:

Jólakökuuppskrift

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga magnið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu borði.Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst nokkrum ávaxtakökur góðar
hvort eð er ?)

Njótið heilar
Jónína

3 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Hei... eigum við að baka saman fyrir jólin??
Anna Lilja

11:40 PM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Ekki spurning!!!
Ég vil hafa mikið grand í öllum mínum jólabakstri.
Jónína

9:47 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Einhver gæti nú ályktað sem svo að við værum gefnar fyrir sopann ;-)
Anna Lilja

2:36 AM  

Post a Comment

<< Home