Monday, November 27, 2006

Tillykke Anders Fogh - dönsk stjórnmál 101

Tilefni þessa pistils er að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, fagnar 5 ára veru á valdastóli í dag. Ég gef mig ekki út fyrir að vera einhver sérfræðingur í dönskum stjórnmálum, en ég veit þó eftirfarandi um Anders þennan:
Númer eitt: Hann tilheyrir stjórnmálaflokki sem heitir Venstre. Skyldi einhver álykta út frá nafni flokksins að hann fylgi vinstri stefnu í stjórnmálum, þá er svarið nei. Venstre er hægrisinnaður flokkur, svo er til annar flokkur sem heitir Radikale Venstre og sá er til vinstri. En ekki spyrja mig afhverju stjórnmálaflokkurinn Venstre er í rauninni til hægri. Innfæddir verða að svara því.
Númer tvö: Anders Fogh Rasmussen er forsætisráðherra í ríkisstjórn Venstre og Konservative (sem eru íhaldsmenn). Stjórnin nýtur svo stuðnings Danske Folkeparti sem að mínu mati er samansafn a...a en það er bara persónuleg skoðun mín og efni í aðra grein. Segjum bara að skoðanir okkar Piu Kjærsgårds varðandi málefni innflytjenda fari ekki saman.
Númer þrjú: Það sem hefur einna helst einkennt valdatíma Foghs er, að hann hefur gert dönsku þjóðinni grein fyrir því að peningar vaxa ekki á trjánum (no shit Sherlock) og að til þess að halda út einhvers konar velferðarkerfi, þá þurfa að koma einhverjir peningar í kassann. Þetta hugarfar virðist hafa komið mörgum Dananum í opna skjöldu, kannski ekkert skrýtið hjá þjóð sem trúir því að þjóðfáninn hafi fallið af himnum ofan sem gjöf frá Guði almáttugum.
Númer fjögur: Anders Fogh kom á nokkru sem kallast skattastopp. Fyrir þjóð sem er vön því að skattarnir hækki árlega, þá var þetta reiðarslag. Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá eru þó nokkuð margir Danir mótfallnir því að skattar standi í stað í stað þess að hækka.
Númer fimm: Versti pólitíski andstæðingur Anders Foghs er Helle Thorning-Schmidth. Helle þessi er formaður Danskra sósíaldemókrata, hún er hörku stjórnmálamaður og ég vona bæði heitt og innilega að ég eigi eftir að sjá hana í forsætisráðherrastóli. Ein þekktasta setning sem þessi ágæta kona hefur látið út úr sér er: „Jeg kan slå Anders Fogh” en þar á hún við að hún geti velt honum úr stóli, auðvitað ætlar hún sér ekki að slá blessaðann manninn, skárra væri það nú. Nýjustu kannanir benda reyndar til þess að Helle eigi góða möguleika á stólnum eftirsótta. Helle verður annars fertug þann 14. desember næstkomandi. Það veit ég, því það er stórt og flott viðtal við hana í nýjasta Eurowoman (uppáhalds danska blaðið mitt).
Númer sex (en ætti að vera númer eitt, þar sem þetta er mikilvægasta staðreyndin): Anders Fogh Rasmussen er án efa laaaaaaaaaangflottasti forsætisráðherra sem sögur fara af. Hrikalega flottur gæi, landsföðurslegur og þokkafullur á sama tíma. Geri aðrir betur!
Til að sanna staðreynd númer sex:
http://www.stm.dk/Index/mainstart.asp?o=6&n=0&s=2&str=stor
Þetta er skrifað af Önnu Lilju á mánudagsmorgni klukkan 11:17
P.S: Er búin að fá svar frá Lortinum, pósta því við tækifæri...
P.S.S.: Jónína dregur þokka forsætisráðherrans í efa - hér er enn ein sönnunin fyrir fullyrðingu númer sex: http://www.worldpress.org/images/0802denmark.jpg Þarf frekari vitnanna við?

3 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Nei, nei, nei, NEI.
hann er svo ljótur að hann gæti næstum verið að koma úr bresku brúðkaupi!
kv.
Jónína

8:49 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Jónína mín - Kemur þú ekki auga á kynþokka mannsins? Ég á mjög auðvelt með það, mér finnst hann algjört æði.
Kv
Anna Lilja

12:03 PM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

ojojojneineineinei, hann er jafn kynthokkafullur og Davíd Oddson !!
R

6:53 AM  

Post a Comment

<< Home