Thursday, March 15, 2007

Pylsuvagnar

Þetta blogg er bara gjörsamlega steindautt. Þá er nú lítið annað að gera en að bæta úr því.
Hjólaði framhjá pylsuvagni í dag á Frederiksberg Allé. Eins og alþjóð veit, þá heita danskir pylsuvagnar alltaf eitthvað, það er yfirleitt skrifað með stórum stöfum fyrir ofan lúguna. Oftast heita þeir dúndrandi frumlegum nöfnum eins og "Per´s pølser" eða "Pia´s pølser". Það er þó einn sem stendur alltaf rétt hjá Vesterbro stöðinni sem heitir "Lindgren´s Foderbræt" eða "Fóðurbretti Lindgrens. Vá, en girnilegt nafn... eða þannig.
En nema hvað, téður pylsuvagn á Frederiksberg Allé vakti athygli mína fyrir þær sakir að hann hét "Sømanden". Hvað er svona pylsulegt við það? Ekki neitt.
Sá einu sinni pylsuvagn sem hét "Røde pølser" en einhver húmoristinn var búinn að tússa í nafnið þannig að vagninn bar nafnið "Røve pølser". Þýði nú hver sem betur kann.
Anna Lilja á fimmtud. kvöldi klukkan nákvæmlega 8 mínútur yfir 10 og er að fara að sofa.

1 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Oh, það gladdi mig að hafa sagt upp störfum sem kjötsnæðandi þegar mér varð þýðingin ljós!
Jónína...
,,,í vetrardvala

1:20 PM  

Post a Comment

<< Home