Saturday, November 04, 2006

Stangstífur krónprins

Á leið minni um bæinn í morgun rak ég augun í forsíðuna á Extrabladet eða BT eða hvað þetta nú allt heitir. Fyrirsögnin var eitthvað á þá leið að Friðrik krónprins hefði verið "stangstiv i byen", en það mun þýða að blessaður prinsinn fékk sér of mikið neðan í því. Á forsíðunni var svo mynd af ofurölvi prinsinum hangandi utan um hálsinn á vini sínum. OK - hverjum er ekki sama.
Annars datt mér eitthvað allt annað í hug en ofneysla áfengis þegar ég las þetta orð "stangstiv". Að karlmaður sé stangstífur finnst mér einhvernveginn að eigi að þýða eitthvað allt annað. Ef orðið þýddi nú það sem mér finnst að það ætti að þýða, ja, þá væri nú fréttin orðin spennandi ;-)
Aldrei hef ég séð svona umfjöllun um konunglega konu, nú hljóta prinsessur og drottningar að drekka sig "stangstífar" af og til (svona eins og við hinar). En þær detta sennilega í´ða inni í herberginu sínu - ekki niðri í bæ fyrir allra augum eins og vor ástkæri krónprins.
Var annars að þrífa í dag, stelpurnar að leika við vin sinn og Hrannar sat og vann. Fannst ástandið allt í einu svo svakalega gamaldags eitthvað - ég með tuskuna á lofti að þurrka af í kringum minn ástkæra eiginmann (geturðu lyft fótunum, elskan). Því var viðeigandi að skella stjörnu sjötta áratugarins á fóninn: sjálfum Frank Sinatra. Mæli eindregið með því að hlusta á "My way" í botni meðan á þrifum stendur - textinn bara býsna skemmtilegur:
Regrets, I've had a few
But then again, too few to mention
I did what I had to do and saw it through without exemption
I planned each charted course, each careful step along the byway
And more, much more than this, I did it my way
I faced it all and I stood tall
and I did it my way

Ansi djúpt Frankie boy.....
Anna Lilja

2 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Já Hemmi minn, það var svo mikið ég sem samdi þetta fyrir hann Frankie :-)

12:53 PM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Who is Hemmi?

4:33 AM  

Post a Comment

<< Home