Thursday, November 02, 2006

Bráðum koma blessuð jólin

... börnin fara að hlakka til. Fór með dúllurnar mínar í Netto í dag (allir skápar galtómir sökum mikilla ferðalaga fjölskyldunnar að undanförnu). Að koma inn í Netto var eins og að stíga inn í jólaland; allar hillur fullar af jólanammi, piparkökum, jóladagatölum, jólaföndurdóti og jólaskrauti. Helga Guðrún stakk upp á því að dagatöl yrðu keypt, en móðurinni þótti það heldur snemmt, enda mánuður í að fyrsta glugganum skuli lokið upp. Barnið var sannfært um að öll jóladagatöl í Danaveldi myndu seljast upp á næsta sólarhring og að hún myndi sitja uppi dagatalslaus, en móðirin hélt nú ekki og fullyrti að til væru nægar birgðir í landinu. Það stefndi í dagatalsstríð, þar til barnið rak augun í syngjandi jólakúlu og krafðist kúlunnar þegar í stað. Kúlan að tarna var flennistór, gyllt og gljáandi og söng Jingle Bells af miklum móð með ýktum suðurríkjahreimi. Þetta var svona Dolly Parton meets Geirmundur....
Móðirin vann (í þetta sinn) og ekkert jóladót keypt að sinni.
Nú er Jónína á leið til Íslands - lendir án efa í ægilega spennandi ævintýrum þar. Gaman hjá henni.
Rakst annars á mjög flotta setningu í dag: "It´s all in the angle of approach."
Anna Lilja

0 Comments:

Post a Comment

<< Home