Wednesday, February 28, 2007

Dani dauðans

Jæja, er í þessum skrifuðum orðum að ganga frá sölu á bílnum mínum. Eftir þann gjörning stend ég bíllaus og eins og EKTA Dani. Ekta Danir eiga nefnilega ekki bíl, þeir fara allra sinna ferða á tveimur jafnfljótum, hjóli eða á vegum þess ágæta fyrirtækis Movia, sem rekur almenningssamgöngur (a.m.k. á Kaupmannahafnarsvæðinu).
Fyrir einstakling sem hefur löngum litið á bílinn sem þarfasta þjóninn, eiginlega sem yfirhöfn sem maður bregður sér í þegar farið er af bæ, þá verður þetta heilmikil breyting á lífinu og tilverunni. En alveg örugglega mjög holl breyting. Ég hef reyndar haft þó nokkuð aðlögunartímabil, hef farið flestra minna ferða á hjóli undanfarna mánuði, en hef samt alltaf haft aðgang að bíl. En það er alveg ljóst að með þessari breytingu færist ég vissulega nær hinum almenna Dana í lífsstíl og háttum. Er að breytast í Dana dauðans.
Hef reyndar fengið þá tilfinningu áður. Var einu sinni á leið í Irma, á hjóli, í stígvélum, með plastpoka í bakpokanum (svo ég þyrfti ekki að kaupa poka í búðinni) að fara að kaupa Suður-Jóska spægipylsu. Man eftir að ég hugsaði á leiðinni í búðina; mikið rosalega er ég orðin eitthvað dönsk. Nú er ég að verða danskari.
A.L.

Thursday, February 22, 2007

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó

Þetta með dani og veðurteppt er víst ekki nýtt af nálinni. Mjög seint á 20. öldinni bjó vinafólk mitt í Árósum og stundaði þar nám. Fyrsta veturinn þeirra vöknuðu þau einn morguninn við að snjódrífa hafði fallið um nóttina og tekist að mynda um það bil 2 cm snjólag. Á planinu spóluðu í öllum hornum bílar á sumardekkjum, svo Einar ákvað að vetrarskórnir væru skynsamlegasti fararskjótinn þann daginn, skellti sér í þá og arkaði af stað í 3 km göngu í skólann. Með roð í kinnum og vindblásið hárið mætir hann í skólann, en kemur þar að öllum dyrum lokuðum, skólanum aflýst vegna veðurs og færðar þann daginn!

Það verður að fylgja sögunni að hér er verið að tala um HÁSKÓLA, ekki barnaskóla ;)

Skrifað af konunni, sem ekki einu sinni gat haldið sig innivið í storminum mikla 2005
JF

leti !

Snjóstormurinn "ógurlegi" vard thess valdandi ad ég fékk frí í skólanum í dag !
Á menntaskólaárunum hefdi ég hoppad hæd mína og gladst meira en gott thætti en í dag vard ég bara pirrud.
Ástæda:
Var vakin upp klukkan 6 í morgun af bekkjarsystur minni sem fannst ástæda til ad láta mig vita ad hún og 2 adrir myndu ekki komast í skólan í dag vegna vedurs. Hana grunadi einnig ad 4 adilinn myndi ekki koma vegna thess ad hún bor ud på landet. Klukkan 6.02 svaradi ég ad ég hefdi hugsad mér ad mæta.
Tek thad fram ad skólinn byrjar klukkan 9.30 og ad vid erum bara 5 í bekk.
Klukkan 7.05 hringir svo annar samnemandi minn og tilkynnir mér ad enginn theirra muni mæta og hann sé búinn ad hringja í skólann og láta vita ad engin theirra komi. Ég sé mig thá tilneydda til ad "skrópa" (ég gæti jú alveg mætt thví ekki er ófært med metro frá amager til frederiksberg) thví ekki hef ég mikid ad gera í nuddpraktíktíma ein.
Svo nú sit ég hér heima vid tölvuna skrópandi í skólanum (sem nota bene kostadi formúgu) vegna thess ad dönsku samnemendur mínir eru of latir til ad fara út og moka nokkra sentimetra af snjó eda drattast út og taka lestina í bæinn. Ekki skorti thá tímann ef meirihlutinn var kominn á fætur klukkan 6!!

Thannig ad í dag er ég útlendingurinn sem læt hauglata innfædda fara í taugarnar á mér !!

Gódar stundir
-R

Veðurtepptir Danir

Meira um danskan snjó. Jújú, það er svosem snjór hér. Sennilega myndu flestir Íslendingar kalla þetta svona í meðallagi. Að mati Dana er þetta aftur á móti ófærð og illviðri. Fór með Helgu í leikskólann í morgun. "Jæja, það verða víst ekki mörg börn hér í dag," sagði leikskólakennarinn. "Margir hafa hringt og segjast vera veðurtepptir."
VEÐURTEPPTIR!!! Er búin að fara út um hálft Frederiksberg í morgun og ekkert hamlaði för minni.
Ætla ekki að vera þannig útlendingur sem læt innfædda fara í taugarnar á mér. Er svosem alveg sama hvort Danir telja sig vera veðurteppta eða ekki. En segi bara enn og aftur: It´s all in the angle of approach.
Anna Lilja kl. 10:45

Wednesday, February 21, 2007

Kannski var þetta snjóstormur eftir allt saman

Þarf aðeins að endurskoða það sem ég sagði um snjóstorminn. Keyrði upp til Hellerup í dag og þar var nú talsvert meiri snjór en í Frederiksberg og ekki laust við að það grillti í snjóstorm. Það tók okkur um klukkutíma að komast heim, en að öllu jöfnu tekur það um kortér. Skýringin er fyrst og fremst sú, að Danir kunna hreinlega ekki að keyra í snjó, hvar ættu þeir svo sem að læra það, það snjóar svona 3svar á ári? Afleiðingin verður sú að þeir keyra á 20 km hraða. Afleiðingin af því verður sú að það tekur óratíma að komast leiðar sinnar.
En nú bylur á glugga, ætla að fá mér heitt kakó ;-)
A.L.

Danskur snjóstormur

Hér í veldi Dana var spáð snjóstormi í dag. "Það verður líklega ófært á morgun," sagði nágranni minn brúnaþungur í gær. Í morgun gaf á að líta um það bil eins millimetra þykkt snjólag, svo lítið að varla sást. Hitti nágrannann aftur, "Jæja, gott að veðurspáin stóðst ekki," sagði ég hressilega. "Jú, það snjóaði sko í nótt. Ertu ekki búin að líta út um gluggann?"
Hér á uppáhaldsorðatiltækið mitt vel við: It´s all in the angle of approach
A.L. á miðv. degi heima með veikt barn.

Tuesday, February 20, 2007

Klámhundar, kennarar og fleira

Hæ, súperblogger komin frá Íslandi. Sit nú í lazyboy og horfi á Nynne. Býsna skemmtilegur þáttur. Nynne langaði til Afríku, átti ekki aur og neytti ýmissa bragða til að leysa málið. Hafði samband við hina ýmsu fjölmiðla og bauðst til að skrifa ferðagreinar ef þeir bara borguðu ferð og uppihald fyrir hana. Enginn fjölmiðill þáði þetta gylliboð og þá ákvað Nynne; ef ég kemst ekki til Afríku, þá kemur Afríka til mín og bjó til svona afrískt umhverfi heima hjá sér. Frábær lausn.
Fyrir þá sem ekki vita er Nynne Kaupmannahafnarútgáfan af hinni bresku Bridget Jones, álíka seinheppin týpa.
Var á Íslandi í tvær vikur. Þar á landi er eftirfarandi efst á baugi:
Til stendur að halda alþjóðlega klámráðstefnu á landinu. Mín skoðun: No way Jose að Ísland eigi að vera vettvangur útlenskra klámhunda. Allir vita að þessi iðnaður tengist ýmis konar glæpum og misnotkun á fólki.
Einhver Halla fór víst út að borða með Jude Law. Mín skoðun: Ég myndi vilja flest annað en að geta mér frægðarorð fyrir að deita frægan mann. Myndi til dæmis ekki vilja vera þekkt það sem eftir er ævinnar sem Anna Lilja sem drakk espresso með Meatloaf.......
Kennarar eru óánægðir með launin og ef fram fer sem horfir stefnir í harða kjarabaráttu. Mín skoðun: Í fyrsta lagi er þetta engin frétt. Hvernig er annað hægt en að vera óánægður með þessi laun? Mikið yrði það annars íslensku þjóðinni til framdráttar (skemmtilegt orð, sé klámráðstefnan höfð í huga) ef almenningur myndi nú taka sig saman um að gera vel við þá sem annast börn og kenna þeim. Þá værum við flott þjóð. Værum líka að senda þau skilaboð að við teljum börn og menntun skipta máli.
Anna Lilja á þriðjudagskvöldi klukkan rúmlega 9.
Þorró á laugardagskvöldið, partý hjá Jónínu á undan. Stefnir ekki bara í hörkufyllerí?
Eitt í viðbót: Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason, þarf að segja meira? Lesið hana.

P.S.: Var að browsa á netinu, mikið rætt um klámráðstefnuna og í einni umræðunni var linkur á síðu með því virðulega nafni: gofuckyourself.com en þar er mikið rætt um þröngsýni Íslendinga og þeim líkt við ekki ómerkari menn en Talibana.

Þó nokkrir landar hafa látið gamminn geysa á þessari síðu; eftirfarandi tilvitnun er tekin eftir íslenskum einstaklingi með notendanafnið KMBucks: Enforcement... Iceland has very little crime, and thus we have a very small police force. Having them spending the day hunting down every issue of Hustler doesnt seam logical.Also there has been a public outcry to ratification of the penal code to allow such things as "reasonable pornography" but the fucking feminists have always managed to shut people down.No offence ladies, but this happens when women get too much influence.

Þetta er að sjálfsögðu tekið beint upp og engu breytt. Kennarann klæjaði auðvitað í puttana að leiðrétta þessa skelfilegu ensku. Ætla að öðru leyti ekkert að tjá mig um þessi heimskulegu skrif.

Saturday, February 10, 2007

politiken vs mbl

Í framhaldi af hneykslan ykkar (okkar) á mest lesnu fréttunum á mbl.is datt mér í hug ad benda á 3 mest lesnu fréttirnar af Politiken.dk í gær :
-Svenskere raser over danske trafikbryster
-Anna Nicole Smith er død
-80-årig bliver cand.jur.
Gott ad vita ad thetta er ekki séríslenskt fyrirbæri, ad hafa ekkert á milli eyrnanna.

Ekki komst nú thessi frétt á listann yfir mest lesnu fréttirnar en mikid vona ég ad danskurinn og fleiri byrji á thessari bólusetningu sem fyrst.
Ég sjálf fell nú varla undir kategoríuna ung í thessum skilningi og byst ekki vid ad verda bodin sprauta en mikid er ég glöd fyrir hönd allra theirra ungu stúlkna sem vonandi geta lifad lífinu án thessa ad thurfa ad hafa áhyggjur af thessu.. nóg er annars ad hafa áhyggjur af.


Verd svo ad taka undir med Önnu Lilju um hárgreidsluna hennar Mary, hún er ljót ! Thad ætti kannski einhver ad benda henni á Birgittu !

thorrablót eftir 2 vikur.. hlakka til. Vona ad vid förum sem flestar :-) eiga ekki örugglega allir vasapela??!!

-r

Wednesday, February 07, 2007

Stúlka að nafni Stína

Var í ónefndri verslun áðan. Varð nokkuð starsýnt á afgreiðslustúlkuna fyrir margra hluta sakir. Hún var í þyngri kantinum, svo ekki sé fastara að orði kveðið, klædd í níðþröngan hnepptan kjól, svona eins og waitress á amerískum diner, fyrstu 10 sentimetrar haddsins voru kolsvartir, en síðan tók aflitunin völdin. Hún var með hring í nefi og í tungu og afar mikið máluð. Á mikilúðlegum barmi hvíldi makindalega skilti með nafninu Stine.
Stíll Stine er ekki my cup of tea, svo vægt sé til orða tekið. Það sem mér þótti þó athyglisverðast við Stine var húðflúr sem hlykkjaðist langt upp eftir upphandleggjum hennar. Báðum. Á holdugum handleggjunum mátti meðal annars sjá þjóðfána ýmissa landa, kannski hefur hún farið til þeirra allra og lét tattúvera fánana á sig til að geta munað hvert hún hefur ferðast. Það er jú ekki lengur stimplað í vegabréfin.... Einnig prýddu handleggina ýmis konar hjörtu, rúnir, köngulóarvefur (með ógeðslegri könguló í) og einhver teiknimyndapersóna sem ég man ekki nafnið á. Ennfremur nafnið "Ebbe" í allskonar leturtegundum; á einum stað stóð "Ebbe forever". Geri ráð fyrir að Stine elski Ebbe þennan. Sé hann fyrir mér sveittan í "wife beaters bol", með einn kaldan í sitthvorri hendi og með "Stine" tattúverað á hinum ýmsu stöðum. Örugglega flott par.
Þetta er mitt þriðja blogg í dag, segi þetta gott og fer í langa pásu frá bloggi
A.L.

Dilemma

Þvílík dilemma sem ég er í.... Fyrsti þátturinn í nýrri röð af Desperate Housewifes i kvöld og á sama tíma heimildamynd um Muhammeds deiluna sem ég vil gjarnan sjá. Fjallað um Naser Khadar og Ahmed Akkar. Örugglega dúndurþáttur.
Ekki stinga upp á að ég taki annan hvorn þáttinn upp, þar sem afruglarinn er ekki stilltur inn á videoið. Og ekki stinga upp á að ég stilli afruglarann inn á videoið, því ég kann það ekki.
Þegar vandamálin eru ekki stærri en þetta, þá hefur maður það bara býsna gott.
A.L.

Orangutan apar

Leiðinda frétt á politiken.dk í morgun. Svo virðist sem orangutan apar heyri brátt fortíðinni til. Regnskógarnir í Suðaustur Asíu þar sem þeir hafast við fara nefnilega ört minnkandi.
Hérna er fréttin:
Verden kommer muligvis til at vinke farvel til fritlevende orangutanger før forventet. De tropiske skove i Sydøstasien, som rummer de sidste naturlige levesteder for de store aber, forsvinder langt hurtigere, end eksperterne tidligere har antaget. Skovene forsvinderRegnskovene på Sumatra og Borneo fældes nu i så hastigt tempo, at op mod 98 procent af skovdækket kan være væk i 2022, hvis der ikke tages alvorlige skridt for at forhindre det, fortæller en ny rapport fra FN's Miljøprogram, UNEP. Motorsavenes hærgen er gennem de seneste fem år accelereret i en grad, så UNEP's eksperter har måttet rykke årstallet 10 år frem. I 2002 vurderede UNEP, at hovedparten af orangutangernes levesteder først ville være væk i 2032.
Ef þetta heldur áfram, verður Homo Sapiens eina eftirlifandi dýrategundin á jörðinni, við erum á góðri leið að murka líftóruna úr öllum hinum dýrunum.
A.L.

Monday, February 05, 2007

Mary á afmæli í dag

Best að halda áfram á konunglegu línunum. Mary krónprinsessa á afmæli í dag og er 35 ára gömul. Ekki veit ég hvernig hún hyggst halda upp á daginn, tilheyri ekki "hendes indreste kreds". Strætóar flagga og ofan á háhýsum og lægri húsum blaktir Dannebrog við hún. Gaman hvað Danir eru ósparir á fánann sinn.
En svo við víkjum nú aftur að krónprinsessunni fögru; hún er semsagt 35 ára gömul, viðskiptafræðingur að mennt, kynntist Friðriki í Sidney í Ástralíu árið 2000, en hann var þar staddur til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Það er víst eitt af aðalstörfum hans; að þvælast um heiminn og fylgjast með hinu og þessu. Með þeim tókust ástir og þá varpaði margur Daninn öndinni léttar, því framferði Friðriks hafði lengi verið á þann veg að menn voru farnir að óttast að hann myndi aldrei festa ráð sitt. Hann hafði verið orðaður við ótal kvensur, drakk ótæpilega og þótti svallsamur með endemum.
En nú þykir Friðrik hafa þroskast. Ég meina, com´on - þó það nú væri. Maðurinn er 38 ára gamall. Ef hann væri ekki farinn að þroskast, þá væri hann þroskaheftur. Sem hann er (held ég)ekki, kannski bara svolítið seinn til.
En þessi pistill átti að vera um Mary, en ekki Friðrik. Mér finnst hann bara miklu meira spennandi. ;-)
En kæra Mary, til hamingju með daginn. Viltu vera svo væn að hætta að ganga með hatta sem líta út eins og blómapottur á hvolfi frá Konunglegu postulínsverksmiðjunum. Svona klæðir enginn, enginn, enginn sig sem er yngri en 75 ára. Nema þú.
Anna Lilja

Saturday, February 03, 2007

Fitund

Í minni fjölskyldu fyrirfinnst það misskemmtilega hugtak fitund, sem er eiginlega vitundin um að vera feitur. Fitund er semsagt það hugarástand að finnast maður vera feitur, og þarf ekki endilega að vera í nokkrum tengslum við raunverulegt líkamsástand, þó stundum fari það auðvitað saman. Maður getur til dæmis haft háa fitund einn daginn, en lága næsta, þó kílóatalan sé nákvæmlega hin sama.

Fitund manns getur auðvitað og eðlilega haldist í hendur við aukna kílóatölu, og í mínu tilviki gerir hún það. Í velsæld minni í Danaveldi hafa bæst á mig óumbeðin og óvinsæl aukakíló sem hafa valdið þó nokkurri fitund, mismikilli eftir dagsformi. Ég hef nú í nokkurn tíma gripið til ýmissa afsakana fyrir þessari fitundaraukningu t.d. því að fötin mín hafi hlaupið í þvotti og öðru í svipuðum dúr.

Í fyrradag tók þó steininn úr fitund minni frá upphafi. Í stresskasti á leið í vinnu greip ég gallastressbuxur úr þvottahrúgunni og ætlaði að henda mér í þær. Það gekk aftur á móti seint og illa og ætlaði ég aldrei að koma helv. brókunum upp lærin. Ekki gat ég einu sinni selt sjálfri mér það að buxurnar hefðu skyndilega hlaupið, jafn margþvegnar og þær eru. Mér var þvert um geð að gefast upp, og vann því öttullega í að ýta öllu sem fyrir varð ofar á líkamann, í algerri mótsögn við þyngdarlögmálið náttúrulega. Þessarri baráttu lauk svo með því að í buxurnar fór ég. Með kílóin í krumpum yfir strengnum verður mér litið niður eftir löppunum og sé þá að þær hafa ekki eingöngu þrengst til muna, heldur líka styttst um 30 sentimetra!

Ímyndið ykkur fögnuð minn og fitundarfrelsi þegar ég áttaði mig á því að þarna stóð ég í buxum unglingsins á heimilinu, og hafði meira segja náð að renna upp!

JF
Nú í mánaðar fitundarfríi ;-)

Thursday, February 01, 2007

King size krúnudjásn

Í morgun stóð ég í röðinni á kassann í Netto þegar fyrirsögn fangaði athygli mína. Svartir stafir á gulum grunni og textinn var: „Frederiks kronjuvel” eða krúnudjásn Friðriks. Með krúnudjásnum var ekki verið að vísa til demantsskreyttra kóróna eða veldissprota (það vissi ég nú svosem). Umfjöllunin, sem lofaði góðu, svona af forsíðunni séð, var um krónprinsinn sem hafði verið á siglingu undan ströndum Florida með vinum sínum (það er svo erfitt að vera krónprins), hann þurfti að kasta af sér vatni og hvað var eðlilegra en að gera það í fagurblátt hafið?
Þar sem ljósmyndarar höfðu elt prinsinn á röndum, þá var að sjálfsögðu tekin mynd af athæfinu. Að sjálfsögðu keypti ég blaðið, en það voru mistök. Þar sem krúnudjásnin voru staðsett var búið að setja gyllta kórónu. Eða eins og í blaðinu stendur: „Her har man dækket hans manddom til med en kongekrone for at beskytte den dyrebare kronjuvel." Svo stendur líka í blaðinu: „En norsk redaktør, der har set et billede af juvelen uden krone siger: „Den er kingsize”. Det må vi tro på og måske glæde os over på Marys vegne..... "
Um þetta er að segja:
1) Ég keypti ekki blaðið vegna þessarar umfjöllunar, það er t.d. sjónvarpsdagskrá í því og umfjöllun um nýju klippinguna hennar Mary (ömurlega kellingaleg)
2) Prinsinn vissi að ljósmyndarar voru í nánd, en samt ákvað hann að pissa fyrir framan þá... hm.... Menn sem sýna á sér „krúnudjásn” á almannafæri eru nú yfirleitt kallaðir perrar eða flassarar.
3) Myndirnar er víst prentaðar í slúðurblöðum í öðrum löndum, er nokkur á leiðinni til Malmö á næstunni? Ekki að mig langi svo mikið til að sjá þetta, en maður er nú smá forvitinn.
4) Já Jónína, þú mátt fá blaðið lánað. Þú líka Ragga.
Anna Lilja kl. hálf eitt á fimmtudegi