Sunday, November 12, 2006

Nýtt líf í nýju landi

Það er óhjákvæmilegt þegar flutt er á nýjar slóðir að hinar ýmsu breytingar verði á hinum ýmsu sviðum lífsins við aðlögun að nýjum aðstæðum. Ekki hef ég nú farið varhluta af því og við nána úttekt sé ég að ég finn mig oft á tíðum í aðstæðum og samhengi sem fyrir flutning hefði verið alls ÓHUGSANDI.

Má sem dæmi nefna að ég:

-hef borðað morgunmat allt að 6 sinnum í viku þegar best lætur, og það að meira segja sitjandi við eldhúsborðið!

-hef bæði hjólað og tekið strætó til að komast ferða minna og það algerlega án þess að það rjúki úr eyrunum á mér af stressi.

-sést nú sífellt oftar á ferðinni í bomsum og með bakboka og hef ekki farið á hælaskó af viti í marga mánuði.

-hef farið ómáluð og með hreiður í hári í bæði í innkaup og bæjarferðir án þess að hafa teljandi áhyggjur af útliti mínu, og án þess að vera einu sinni með spegil og málningargræjur í töskunni til að bjarga málinu.

Ég hef aftur á móti ekki:
-farið í búð með handklæði á höfðinu óafvitandi.
-komið frá lækni og mætt í vinnu, ennþá í bláu plastpokunum.
-keyrt í vinnu með símann í annarri, maskarann í hinni og morgunmatinn í sætinu við hliðina!

Sumir myndu kalla þetta framfarir

1 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Vegna þoku á miðunum er þessi færsla endurunnið efni. En gömul sannidi eru jú alltaf góð, gegn og í gildi.
Kv. JF

9:27 AM  

Post a Comment

<< Home