Thursday, January 25, 2007

Mogginn rúlar

Enn tek ég stöðu á mest lesnu fréttunum, í smá von um að sjá kannski einn daginn merki um heimur batnandi fari. Í dag var þetta greinilega áhugaverðasta fréttaefnið:

Alfreð: „Pólverjar gætu brotnað saman“
Viktoría: „Mér fannst ég dvergvaxin“
Magni farinn til Bandaríkjanna
Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli
Verðlaun: Íslendingur tilnefndur fyrir CSI

Það er kannski ekki skrýtið þegar helstu fréttir af heimsmálum eru þessar helstar:

Blóðug átök við háskólann í Beirút
Dvöl bandarískra hermanna í Afganistan framlengd
Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð
Margir létust í sprengjuárás í Bagdad
Tískuforkólfar heimsins funda um þvengmjóar fyrirsætur
Bandaríkjastjórn undirbýr stefnubreytingar í Afganistan

Kannski er fólk orðið svo þreytt á að bíða eftir að heimurinn batni, að það er hreinlega búið að brynja sig fyrir morðum og sprengjum og átökum og átröskunum. Þá er kannski huggulegra að heyra um dvergvöxt Viktoríu, sem helst hefur orðið fyrir það fræg að syngja í nú dauðu stúlknabandi og giftast fótboltaspilara.
Beats me.

Annars ætti ég kannski ekki að segja mikið, sem þessa dagana les ekki annað en hundleiðinlegar skólabækur um kenningar löngu dauðra kalla, og dálkinn mest lesnu fréttir moggans!

Og enn meira af Mogga.

Eftirfarandi frétt las ég áðan á mbl.is:
Rúmlega fjórir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ekki í draumastarfinu sínu, en flestir segja að mestu skipti að vinnan sé skemmtileg, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Laun skipta einna minnstu þegar um draumastarfið er að ræða, og sögðu aðeins 12% aðspurðra að launin væru mikið atriði. (...) Þrjátíu og níu af hundraði sögðu mestu skipta að vinnan væri skemmtileg, og 17% sögðu að mestu skipti að hafa samfélagsleg áhrif.
Vesalings Kaninn. Það á ekki af honum að ganga. Held að það sé fátt meira niðurdrepandi en að vera fastur í einhverju hundleiðinlegu starfi, nema kannski að vera í hundleiðinlegu hjónabandi. (það er efni í annað blogg og mun bíða betri tíma) En þar sem búið er að afnema þrælahald, þá ætti að vera lítið mál að skipta um starf. Mikið er ég annars heppin, hef bara verið í skemmtilegum störfum, allt frá því að ég fór fyrst inn á vinnumarkaðinn sumarið 1982 að vinna í fiski.
Og svo er önnur frétt, síður en svo ánægjuleg fyrir kennara og annað áhugafólk um menntun, velferð og uppeldi danskra barna, þessi kemur frá politiken.dk
København sparer millioner på børnene
300 lærer og pædagoger kan miste jobbet, når hovedstadens politikere i morgen skal finde besparelser for 137 millioner. Færre timer i skolen, færre voksne i klubberne og ingen mad i børnehaverne. Det er bare nogle få af de besparelser, der venter de københavnske børnefamilier. Efter års økonomisk rod mangler der nemlig 137 millioner kroner på næste års budget på børne- og ungeområdet, og Københavns politikere skal i morgen tage stilling forvaltningens forslag til, hvor pengene skal komme fra. Og med så store cifre kommer det til at gøre ondt.
Anna Lilja á fimmtud.morgni klukkan nákvæmlega 09:47

Thursday, January 18, 2007

Meira af Mogga

Það markverðasta sem hefur gerst í lífi mínu að undanförnu er eftirfarandi:
- Barátta við einstaklega illskeyttan dverg sem meinaði mér aðgöngu að húsi þar sem dóttir mín var gestur í afmælisboði (nenni ekki að útskýra þetta nánar).
- Íkveikja í sokkabuxum Helgu í örbylgjuofni (nenni heldur ekki að útskýra þetta nánar).
- Máltíð í IKEA (þarfnast engra útskýringa).
Þar sem fremur lítið hefur fiskast á miðunum, hermi ég eftir Jónínu og nefni hér mest lesnu fréttirnar á mbl.is.
Michael Jackson vill ólmur selja Beckhamhjónunum Neverland
Bresk fréttakona berar sig í beinni
Ástarþríhyrningur unglinga endaði með líkamsmeiðingum
Mig rámar í að Íslendingar kalli sig með stolti sögu- og bókmenntaþjóð. En það á örugglega bara við á stórhátiðum eins og 17. júní. Spyr nú bara eins og Jónas forðum: Ísland, farsælda frón.....hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Svarið er ekki að finna á mbl.is
Anna Lilja

Friday, January 12, 2007

Mikilvægar fréttir???

Mér finnst agalega gaman að kíkja í Moggan og fylgjast með fréttum að "heiman".
Ég hef enn ekki fundið annað blað hér sem leysir hann af hólmi, þrátt fyrir þó nokkrar tilraunir til að finna mér "blaðið" hér heima.

Þetta er sennilega vegna þess hve ég á bágt með að missa meðvitund um veðurfar á Íslandi, þrátt fyrir að búa þar ekki og þurfa því lítið að hafa af því að segja. Undarleg árátta og til lítils nýt, annars en tilkynna mömmu yfir msn ýmsar upplýsingar um veðrið - sem hún getur fengið á mun fyllri hátt með því einfaldlega að horfa út um gluggann, eða fara hreinlega bara út.

Netmogginn er kominn með nýtt útlit, soldið svona keep it simple lúkk. Jafnvel for the simple, ég leyfi mér hreinlega að ganga svo langt. Sérstaklega eftir að ég rak augun í lítinn dálk sem heitir mest lesið.


Mest lesnu fréttirnar í dag eru til dæmis:

Magni án atvinnuleyfis
Mourinho segist ætla að hætta hjá Chelsea
Viktoría Beckham skoðar hús í Beverly Hills
James Brown hinn yngri ekki nefndur í erfðaskrá föðurins
Elísabet Hurley neitar að borða eftir klukkan 16

Einu sinni voru Íslendingar oft nefnd bókaþjóðin, jafnvel bókmenntaþjóðin!!
Það er orðið soldið síðan.

Ég held mig við veðrið
Jónína

Bowie (aftur)

Er loksins búin að fatta þetta með textann í "Life on Mars"; maður á ekkert að skilja hann. Bowie vafalítið uppdópaður með alls konar ofskynjanir þegar hann skrifaði þetta.
Mér er létt, nú er einu vandamálinu færra.
Anna Lilja

Monday, January 08, 2007

David Bowie 60 ára

David Bowie á afmæli í dag, hann er sextíu ára og ekki annað hægt að segja en að hann beri bara aldurinn býsna vel, ekki síst miðað við að hann lifði á heróíni í nokkur ár. Allir fjölmiðlar að fjalla um Bowie, á einni útvarpsstöð í dag voru bara spiluð lög með honum og útvarpsmaðurinn bar nafnið hans alltaf fram „Bóví”. Nú hef ég alltaf sagt „Báwí” – hef ég borið þetta vitlaust fram í áraraðir? Svar óskast hið snarasta.
Mörg góð lög með Bowie, Life on Mars er í uppáhaldi hjá mér, Hef þó aldrei skilið textann:
It's on America's tortured brow
That Mickey Mouse has grown up a cow
Now the workers have struck for fame
'Cause Lennon's on sale again
See the mice in their million hordes
From Ibiza to the Norfolk Broads
Rule Britannia is out of bounds
To my mother, my dog, and clowns
En lagið er gott. Þarf maður annars endilega alltaf að skilja alla skapaða hluti?
Anna Lilja

Stórar p***r í H&M

Átti erindi í bæinn í dag, leiðin lá meðal annars á Strikið og ég leit við hjá þeim félögum Hennes og Mauritz. Nú er H&M á Strikinu einn af þeim stöðum sem ég forðast eins og heitann eldinn (elska annars H&M), fyrir því eru nokkrar ástæður. Þær helstu eru:
-Mikill mannfjöldi
-Leiðinleg uppröðun í búðinni
-Gólandi Íslendingar i lange baner (nú hef ég ekkert á móti gólandi Íslendingum í sjálfu sér, er stundum einn þeirra, en þetta er svona "ég er í útlöndum og enginn skilur hvað ég segi og ég má þess vegna segja allt sem mér sýnist" fílingur").
En í búðinni var fremur fátt um manninn og ekki heyrðust nein gól á því ástkæra ylhýra. Ég fann fínar gallabuxur sem ég mátaði, þegar ég var inni í mátunarklefanum heyrði ég gól úr nærliggjandi mátunarklefa: "Stííííínaaaaa. Er p***n á mér ekki stór í þessum buxum?" Á eftir fylgdi stórkarlalegur hlátur sem hefði betur sómt sér í lúkarnum á botnvörputogaranum Þorbirni RE sem gerður er út frá Þorlákshöfn en í mátunarklefa í dömudeild H&M.
Ég kalla svo sem ekki allt ömmu mína, en þarna var mér verulega brugðið. Langaði auðvitað óskaplega til að kíkja fram og sjá þessa stóru p**u, en ákvað að sleppa því.
Sko..... á Kaupmannahafnarsvæðinu eru búsettir að ég held um 4000 Íslendingar. Á hverjum einasta degi fara allt frá 2 og upp í 5 flugvélar á milli Íslands og Köben. Það eru semsagt alltaf nokkur þúsund landar í bænum. Langflestir þeirra fara í H&M á Strikinu. Og að halda að maður geti gjörsamlega sagt ALLT á Íslensku í Kaupmannahöfn, án þess að nokkur skilji, er bara mjög óskynsamlega ályktað.
By the way... keypti gallabuxurnar sem gætu hugsanlega náð titlinum "gallabuxurNAR". Mjög flottar
Anna Lilja klukkan 16:25 á mánudegi

Monday, January 01, 2007

Gud bevare Danmark

Horfði á áramótaávarp drottningarinnar í gærkvöldi, það var bara býsna gott, hún áminnti Dani og innflytjendur í Danmörku um að sýna hvorum öðrum virðingu og skilning. Góð vísa aldrei of oft kveðin. Svo var kellan ansi flott, í limegrænum jakka eins og grænn frostpinni frá Kjörís. Talaði líka um "prinsgemalen" og lauk að sjálfsögðu ávarpinu með Gud bevare Danmark.
Gamlárskvöld var kvöld mikils matar og drykkjar, en eftirfarandi fæðutegundir voru innbyrtar í gær:
Humar, innbakað kálfakjöt, frönsk súkkulaðiterta með jarðarberjum og kransakaka. Einnig ýmist snakk og sælgæti. Herlegheitunum var skolað niður með: Kampavíni, freyðivíni, hvítvíni, rauðvíni, Grand Marnier og Mohito. Rúsínan í pylsuendanum var svo gríðarstór vindill, það er jú bara gamlárskvöld einu sinni á ári. Kannski sem betur fer ;-)
Ætti sennilega skilið að þjást af timburmönnum eftir þetta svall, en ég sit hérna eins og nýsleginn túskildingur og blogga eins og maniac klukkan nákvæmlega 13:17 á nýársdegi.
A.L.

Svar til Lortsins

Frederiksberg January 1. 2007

Dear Lord Fucker
Get yourself a life
Sincerely yours
Anna Lilja Thorisdottir

Bréf frá Lortinum

Eftirfarandi bréf barst mér í gær með einkennisklæddum einkaþjóni Lortsins. Ég held að maðurinn sé eitthvað verri og glætan að ég ætli að fara að heimsækja þetta kríp.

Havisham Castle, Fuckhamshire December 31.2006

Dear Mrs. Thorisdottir

When I look back and think about what happened in the year 2006, I have to say that our correspondance was one of the high points of the year. It was not friendly, to say the least, but very refreshing.
I really want to meet you in the new year and I won´t take no for an answer. I want you to visit me here to my castle in Fuckhamshire and you do not have to bear any cost of the visit at all. I am the proud owner of a private jet and should you prefer to sail, then I also possess a yacht. Just let me know, when it would suit you to visit me and I will make the necessary arrangements.

Sincerely yours
Lord Gaylord Fucker
Havisham Castle
Fuckhamshire
Great Britain