Friday, November 17, 2006

I´m not going to f**k you

Eiginmaður minn fór til London síðustu helgi í fagurri fylgd vina sinna. Tilgangur ferðarinnar var að horfa á fótboltaleik og skemmta sér. Vinirnir voru staddir á Asia de Cuba, höfðu etið á sig gat og drukkið ótæpilega og nú var kominn tími til að sýna listir sínar á dansgólfinu.
Allir eru þeir fótafimir með afbrigðum og því leið ekki á löngu þar til kvenfólkið fór að flykkjast í kringum þá (ég tek það fram að þar sem ég var ekki á staðnum, þá verð ég að styðjast við lýsingar annarra). Nema hvað, þegar kona ein gerist nærgöngul við minn betri helming segir hann á Engilsaxnesku: “I´m not going home with you, I´m not going to fuck you, I´m just going to have fun with my friends.” Var það mál manna að þetta hefði verið setning ferðarinnar. Þvílík orðsnilld! Shakespeare, Wordsworth og Jane Austen snúa sér nú við í gröfum sínum sem aldrei fyrr af einskærri öfund.
Það er svosem ekkert meira um þetta að segja.
Anna Lilja
P.S.: Vil bæta einu við að gefnu tilefni, ég sit ekki og blogga á nóttunni, klukkan hér í Danmörku er 9:08 um morguninn. Aftur á móti er klukkan á þessu bloggi eitthvað allt annað. Grunar að það sé vegna þess að þetta er ammmmrísk bloggsíða.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home