Tuesday, February 20, 2007

Klámhundar, kennarar og fleira

Hæ, súperblogger komin frá Íslandi. Sit nú í lazyboy og horfi á Nynne. Býsna skemmtilegur þáttur. Nynne langaði til Afríku, átti ekki aur og neytti ýmissa bragða til að leysa málið. Hafði samband við hina ýmsu fjölmiðla og bauðst til að skrifa ferðagreinar ef þeir bara borguðu ferð og uppihald fyrir hana. Enginn fjölmiðill þáði þetta gylliboð og þá ákvað Nynne; ef ég kemst ekki til Afríku, þá kemur Afríka til mín og bjó til svona afrískt umhverfi heima hjá sér. Frábær lausn.
Fyrir þá sem ekki vita er Nynne Kaupmannahafnarútgáfan af hinni bresku Bridget Jones, álíka seinheppin týpa.
Var á Íslandi í tvær vikur. Þar á landi er eftirfarandi efst á baugi:
Til stendur að halda alþjóðlega klámráðstefnu á landinu. Mín skoðun: No way Jose að Ísland eigi að vera vettvangur útlenskra klámhunda. Allir vita að þessi iðnaður tengist ýmis konar glæpum og misnotkun á fólki.
Einhver Halla fór víst út að borða með Jude Law. Mín skoðun: Ég myndi vilja flest annað en að geta mér frægðarorð fyrir að deita frægan mann. Myndi til dæmis ekki vilja vera þekkt það sem eftir er ævinnar sem Anna Lilja sem drakk espresso með Meatloaf.......
Kennarar eru óánægðir með launin og ef fram fer sem horfir stefnir í harða kjarabaráttu. Mín skoðun: Í fyrsta lagi er þetta engin frétt. Hvernig er annað hægt en að vera óánægður með þessi laun? Mikið yrði það annars íslensku þjóðinni til framdráttar (skemmtilegt orð, sé klámráðstefnan höfð í huga) ef almenningur myndi nú taka sig saman um að gera vel við þá sem annast börn og kenna þeim. Þá værum við flott þjóð. Værum líka að senda þau skilaboð að við teljum börn og menntun skipta máli.
Anna Lilja á þriðjudagskvöldi klukkan rúmlega 9.
Þorró á laugardagskvöldið, partý hjá Jónínu á undan. Stefnir ekki bara í hörkufyllerí?
Eitt í viðbót: Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason, þarf að segja meira? Lesið hana.

P.S.: Var að browsa á netinu, mikið rætt um klámráðstefnuna og í einni umræðunni var linkur á síðu með því virðulega nafni: gofuckyourself.com en þar er mikið rætt um þröngsýni Íslendinga og þeim líkt við ekki ómerkari menn en Talibana.

Þó nokkrir landar hafa látið gamminn geysa á þessari síðu; eftirfarandi tilvitnun er tekin eftir íslenskum einstaklingi með notendanafnið KMBucks: Enforcement... Iceland has very little crime, and thus we have a very small police force. Having them spending the day hunting down every issue of Hustler doesnt seam logical.Also there has been a public outcry to ratification of the penal code to allow such things as "reasonable pornography" but the fucking feminists have always managed to shut people down.No offence ladies, but this happens when women get too much influence.

Þetta er að sjálfsögðu tekið beint upp og engu breytt. Kennarann klæjaði auðvitað í puttana að leiðrétta þessa skelfilegu ensku. Ætla að öðru leyti ekkert að tjá mig um þessi heimskulegu skrif.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home