Thursday, January 25, 2007

Og enn meira af Mogga.

Eftirfarandi frétt las ég áðan á mbl.is:
Rúmlega fjórir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ekki í draumastarfinu sínu, en flestir segja að mestu skipti að vinnan sé skemmtileg, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Laun skipta einna minnstu þegar um draumastarfið er að ræða, og sögðu aðeins 12% aðspurðra að launin væru mikið atriði. (...) Þrjátíu og níu af hundraði sögðu mestu skipta að vinnan væri skemmtileg, og 17% sögðu að mestu skipti að hafa samfélagsleg áhrif.
Vesalings Kaninn. Það á ekki af honum að ganga. Held að það sé fátt meira niðurdrepandi en að vera fastur í einhverju hundleiðinlegu starfi, nema kannski að vera í hundleiðinlegu hjónabandi. (það er efni í annað blogg og mun bíða betri tíma) En þar sem búið er að afnema þrælahald, þá ætti að vera lítið mál að skipta um starf. Mikið er ég annars heppin, hef bara verið í skemmtilegum störfum, allt frá því að ég fór fyrst inn á vinnumarkaðinn sumarið 1982 að vinna í fiski.
Og svo er önnur frétt, síður en svo ánægjuleg fyrir kennara og annað áhugafólk um menntun, velferð og uppeldi danskra barna, þessi kemur frá politiken.dk
København sparer millioner på børnene
300 lærer og pædagoger kan miste jobbet, når hovedstadens politikere i morgen skal finde besparelser for 137 millioner. Færre timer i skolen, færre voksne i klubberne og ingen mad i børnehaverne. Det er bare nogle få af de besparelser, der venter de københavnske børnefamilier. Efter års økonomisk rod mangler der nemlig 137 millioner kroner på næste års budget på børne- og ungeområdet, og Københavns politikere skal i morgen tage stilling forvaltningens forslag til, hvor pengene skal komme fra. Og med så store cifre kommer det til at gøre ondt.
Anna Lilja á fimmtud.morgni klukkan nákvæmlega 09:47

3 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Ferlega hlakka ég til greinarinnar um handónýtu hjónaböndin! Sé fyrir mér enn fleiri framhaldspósta á því en nokkurntímann moggafærslunum.
kv
JF

1:45 PM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Já, gott að hafa eitthvað til að hlakka til. hehe.. ætla að láta þig bíða í ofvæni nokkra stund í viðbót.
Sjáumst í kveld
A.L.

7:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eru rumlega fjorir af fimm ekki fimm?

1:05 PM  

Post a Comment

<< Home