Monday, January 01, 2007

Gud bevare Danmark

Horfði á áramótaávarp drottningarinnar í gærkvöldi, það var bara býsna gott, hún áminnti Dani og innflytjendur í Danmörku um að sýna hvorum öðrum virðingu og skilning. Góð vísa aldrei of oft kveðin. Svo var kellan ansi flott, í limegrænum jakka eins og grænn frostpinni frá Kjörís. Talaði líka um "prinsgemalen" og lauk að sjálfsögðu ávarpinu með Gud bevare Danmark.
Gamlárskvöld var kvöld mikils matar og drykkjar, en eftirfarandi fæðutegundir voru innbyrtar í gær:
Humar, innbakað kálfakjöt, frönsk súkkulaðiterta með jarðarberjum og kransakaka. Einnig ýmist snakk og sælgæti. Herlegheitunum var skolað niður með: Kampavíni, freyðivíni, hvítvíni, rauðvíni, Grand Marnier og Mohito. Rúsínan í pylsuendanum var svo gríðarstór vindill, það er jú bara gamlárskvöld einu sinni á ári. Kannski sem betur fer ;-)
Ætti sennilega skilið að þjást af timburmönnum eftir þetta svall, en ég sit hérna eins og nýsleginn túskildingur og blogga eins og maniac klukkan nákvæmlega 13:17 á nýársdegi.
A.L.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home