Thursday, January 18, 2007

Meira af Mogga

Það markverðasta sem hefur gerst í lífi mínu að undanförnu er eftirfarandi:
- Barátta við einstaklega illskeyttan dverg sem meinaði mér aðgöngu að húsi þar sem dóttir mín var gestur í afmælisboði (nenni ekki að útskýra þetta nánar).
- Íkveikja í sokkabuxum Helgu í örbylgjuofni (nenni heldur ekki að útskýra þetta nánar).
- Máltíð í IKEA (þarfnast engra útskýringa).
Þar sem fremur lítið hefur fiskast á miðunum, hermi ég eftir Jónínu og nefni hér mest lesnu fréttirnar á mbl.is.
Michael Jackson vill ólmur selja Beckhamhjónunum Neverland
Bresk fréttakona berar sig í beinni
Ástarþríhyrningur unglinga endaði með líkamsmeiðingum
Mig rámar í að Íslendingar kalli sig með stolti sögu- og bókmenntaþjóð. En það á örugglega bara við á stórhátiðum eins og 17. júní. Spyr nú bara eins og Jónas forðum: Ísland, farsælda frón.....hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Svarið er ekki að finna á mbl.is
Anna Lilja

0 Comments:

Post a Comment

<< Home