Thursday, January 25, 2007

Mogginn rúlar

Enn tek ég stöðu á mest lesnu fréttunum, í smá von um að sjá kannski einn daginn merki um heimur batnandi fari. Í dag var þetta greinilega áhugaverðasta fréttaefnið:

Alfreð: „Pólverjar gætu brotnað saman“
Viktoría: „Mér fannst ég dvergvaxin“
Magni farinn til Bandaríkjanna
Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli
Verðlaun: Íslendingur tilnefndur fyrir CSI

Það er kannski ekki skrýtið þegar helstu fréttir af heimsmálum eru þessar helstar:

Blóðug átök við háskólann í Beirút
Dvöl bandarískra hermanna í Afganistan framlengd
Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð
Margir létust í sprengjuárás í Bagdad
Tískuforkólfar heimsins funda um þvengmjóar fyrirsætur
Bandaríkjastjórn undirbýr stefnubreytingar í Afganistan

Kannski er fólk orðið svo þreytt á að bíða eftir að heimurinn batni, að það er hreinlega búið að brynja sig fyrir morðum og sprengjum og átökum og átröskunum. Þá er kannski huggulegra að heyra um dvergvöxt Viktoríu, sem helst hefur orðið fyrir það fræg að syngja í nú dauðu stúlknabandi og giftast fótboltaspilara.
Beats me.

Annars ætti ég kannski ekki að segja mikið, sem þessa dagana les ekki annað en hundleiðinlegar skólabækur um kenningar löngu dauðra kalla, og dálkinn mest lesnu fréttir moggans!

2 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

....sem hefur gert mig svo heiladauða að ég virðist ekki lengur muna eftir að kvitta undir færslurnar mínar.
Jónína F

1:46 PM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Heiladauð, heiladauðari, Victoria Beckham...
A.L. (ekki svo heiladauð)

7:29 AM  

Post a Comment

<< Home