Friday, January 12, 2007

Mikilvægar fréttir???

Mér finnst agalega gaman að kíkja í Moggan og fylgjast með fréttum að "heiman".
Ég hef enn ekki fundið annað blað hér sem leysir hann af hólmi, þrátt fyrir þó nokkrar tilraunir til að finna mér "blaðið" hér heima.

Þetta er sennilega vegna þess hve ég á bágt með að missa meðvitund um veðurfar á Íslandi, þrátt fyrir að búa þar ekki og þurfa því lítið að hafa af því að segja. Undarleg árátta og til lítils nýt, annars en tilkynna mömmu yfir msn ýmsar upplýsingar um veðrið - sem hún getur fengið á mun fyllri hátt með því einfaldlega að horfa út um gluggann, eða fara hreinlega bara út.

Netmogginn er kominn með nýtt útlit, soldið svona keep it simple lúkk. Jafnvel for the simple, ég leyfi mér hreinlega að ganga svo langt. Sérstaklega eftir að ég rak augun í lítinn dálk sem heitir mest lesið.


Mest lesnu fréttirnar í dag eru til dæmis:

Magni án atvinnuleyfis
Mourinho segist ætla að hætta hjá Chelsea
Viktoría Beckham skoðar hús í Beverly Hills
James Brown hinn yngri ekki nefndur í erfðaskrá föðurins
Elísabet Hurley neitar að borða eftir klukkan 16

Einu sinni voru Íslendingar oft nefnd bókaþjóðin, jafnvel bókmenntaþjóðin!!
Það er orðið soldið síðan.

Ég held mig við veðrið
Jónína

0 Comments:

Post a Comment

<< Home