Monday, January 08, 2007

David Bowie 60 ára

David Bowie á afmæli í dag, hann er sextíu ára og ekki annað hægt að segja en að hann beri bara aldurinn býsna vel, ekki síst miðað við að hann lifði á heróíni í nokkur ár. Allir fjölmiðlar að fjalla um Bowie, á einni útvarpsstöð í dag voru bara spiluð lög með honum og útvarpsmaðurinn bar nafnið hans alltaf fram „Bóví”. Nú hef ég alltaf sagt „Báwí” – hef ég borið þetta vitlaust fram í áraraðir? Svar óskast hið snarasta.
Mörg góð lög með Bowie, Life on Mars er í uppáhaldi hjá mér, Hef þó aldrei skilið textann:
It's on America's tortured brow
That Mickey Mouse has grown up a cow
Now the workers have struck for fame
'Cause Lennon's on sale again
See the mice in their million hordes
From Ibiza to the Norfolk Broads
Rule Britannia is out of bounds
To my mother, my dog, and clowns
En lagið er gott. Þarf maður annars endilega alltaf að skilja alla skapaða hluti?
Anna Lilja

1 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Starman er uppáhaldið mitt
alveg to die for
kv JF

3:20 PM  

Post a Comment

<< Home