Monday, January 08, 2007

Stórar p***r í H&M

Átti erindi í bæinn í dag, leiðin lá meðal annars á Strikið og ég leit við hjá þeim félögum Hennes og Mauritz. Nú er H&M á Strikinu einn af þeim stöðum sem ég forðast eins og heitann eldinn (elska annars H&M), fyrir því eru nokkrar ástæður. Þær helstu eru:
-Mikill mannfjöldi
-Leiðinleg uppröðun í búðinni
-Gólandi Íslendingar i lange baner (nú hef ég ekkert á móti gólandi Íslendingum í sjálfu sér, er stundum einn þeirra, en þetta er svona "ég er í útlöndum og enginn skilur hvað ég segi og ég má þess vegna segja allt sem mér sýnist" fílingur").
En í búðinni var fremur fátt um manninn og ekki heyrðust nein gól á því ástkæra ylhýra. Ég fann fínar gallabuxur sem ég mátaði, þegar ég var inni í mátunarklefanum heyrði ég gól úr nærliggjandi mátunarklefa: "Stííííínaaaaa. Er p***n á mér ekki stór í þessum buxum?" Á eftir fylgdi stórkarlalegur hlátur sem hefði betur sómt sér í lúkarnum á botnvörputogaranum Þorbirni RE sem gerður er út frá Þorlákshöfn en í mátunarklefa í dömudeild H&M.
Ég kalla svo sem ekki allt ömmu mína, en þarna var mér verulega brugðið. Langaði auðvitað óskaplega til að kíkja fram og sjá þessa stóru p**u, en ákvað að sleppa því.
Sko..... á Kaupmannahafnarsvæðinu eru búsettir að ég held um 4000 Íslendingar. Á hverjum einasta degi fara allt frá 2 og upp í 5 flugvélar á milli Íslands og Köben. Það eru semsagt alltaf nokkur þúsund landar í bænum. Langflestir þeirra fara í H&M á Strikinu. Og að halda að maður geti gjörsamlega sagt ALLT á Íslensku í Kaupmannahöfn, án þess að nokkur skilji, er bara mjög óskynsamlega ályktað.
By the way... keypti gallabuxurnar sem gætu hugsanlega náð titlinum "gallabuxurNAR". Mjög flottar
Anna Lilja klukkan 16:25 á mánudegi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home