Wednesday, February 07, 2007

Stúlka að nafni Stína

Var í ónefndri verslun áðan. Varð nokkuð starsýnt á afgreiðslustúlkuna fyrir margra hluta sakir. Hún var í þyngri kantinum, svo ekki sé fastara að orði kveðið, klædd í níðþröngan hnepptan kjól, svona eins og waitress á amerískum diner, fyrstu 10 sentimetrar haddsins voru kolsvartir, en síðan tók aflitunin völdin. Hún var með hring í nefi og í tungu og afar mikið máluð. Á mikilúðlegum barmi hvíldi makindalega skilti með nafninu Stine.
Stíll Stine er ekki my cup of tea, svo vægt sé til orða tekið. Það sem mér þótti þó athyglisverðast við Stine var húðflúr sem hlykkjaðist langt upp eftir upphandleggjum hennar. Báðum. Á holdugum handleggjunum mátti meðal annars sjá þjóðfána ýmissa landa, kannski hefur hún farið til þeirra allra og lét tattúvera fánana á sig til að geta munað hvert hún hefur ferðast. Það er jú ekki lengur stimplað í vegabréfin.... Einnig prýddu handleggina ýmis konar hjörtu, rúnir, köngulóarvefur (með ógeðslegri könguló í) og einhver teiknimyndapersóna sem ég man ekki nafnið á. Ennfremur nafnið "Ebbe" í allskonar leturtegundum; á einum stað stóð "Ebbe forever". Geri ráð fyrir að Stine elski Ebbe þennan. Sé hann fyrir mér sveittan í "wife beaters bol", með einn kaldan í sitthvorri hendi og með "Stine" tattúverað á hinum ýmsu stöðum. Örugglega flott par.
Þetta er mitt þriðja blogg í dag, segi þetta gott og fer í langa pásu frá bloggi
A.L.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home