Thursday, February 01, 2007

King size krúnudjásn

Í morgun stóð ég í röðinni á kassann í Netto þegar fyrirsögn fangaði athygli mína. Svartir stafir á gulum grunni og textinn var: „Frederiks kronjuvel” eða krúnudjásn Friðriks. Með krúnudjásnum var ekki verið að vísa til demantsskreyttra kóróna eða veldissprota (það vissi ég nú svosem). Umfjöllunin, sem lofaði góðu, svona af forsíðunni séð, var um krónprinsinn sem hafði verið á siglingu undan ströndum Florida með vinum sínum (það er svo erfitt að vera krónprins), hann þurfti að kasta af sér vatni og hvað var eðlilegra en að gera það í fagurblátt hafið?
Þar sem ljósmyndarar höfðu elt prinsinn á röndum, þá var að sjálfsögðu tekin mynd af athæfinu. Að sjálfsögðu keypti ég blaðið, en það voru mistök. Þar sem krúnudjásnin voru staðsett var búið að setja gyllta kórónu. Eða eins og í blaðinu stendur: „Her har man dækket hans manddom til med en kongekrone for at beskytte den dyrebare kronjuvel." Svo stendur líka í blaðinu: „En norsk redaktør, der har set et billede af juvelen uden krone siger: „Den er kingsize”. Det må vi tro på og måske glæde os over på Marys vegne..... "
Um þetta er að segja:
1) Ég keypti ekki blaðið vegna þessarar umfjöllunar, það er t.d. sjónvarpsdagskrá í því og umfjöllun um nýju klippinguna hennar Mary (ömurlega kellingaleg)
2) Prinsinn vissi að ljósmyndarar voru í nánd, en samt ákvað hann að pissa fyrir framan þá... hm.... Menn sem sýna á sér „krúnudjásn” á almannafæri eru nú yfirleitt kallaðir perrar eða flassarar.
3) Myndirnar er víst prentaðar í slúðurblöðum í öðrum löndum, er nokkur á leiðinni til Malmö á næstunni? Ekki að mig langi svo mikið til að sjá þetta, en maður er nú smá forvitinn.
4) Já Jónína, þú mátt fá blaðið lánað. Þú líka Ragga.
Anna Lilja kl. hálf eitt á fimmtudegi

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Great work.

9:42 PM  

Post a Comment

<< Home