Monday, December 11, 2006

Um jólastress

Líkt og flestra annarra námsmanna eru örlög mín þau, að lesa og skrifa og skila verkefnum rétt fyrir jól. Þetta er náttlega bara til að auka á stress þessa ágæta jólamánaðar, og sem betur fer svo mikið að á endanum keyrir yfir. Þess vegna sit ég núna og blogga, í stað þess að reyta hár mitt yfir ritgerðum. Ég er einfaldlega svo lömuð af stressi að ég næ ekki að stressa mig yfir nokkrum hlut.

Ég held að slæm áhrif stress á sál og líkama hljóti að vera stórlega orðum aukin því það sem ég er að upplifa er algert algleymi. Þetta er dásamlegt líkams- og sálarástand, og bætir hvern mann eins og best sést á mér.

Í ofanálag sit ég og hlusta á Eitt sumar á landinu bláa með hinu ágæta þjóðlagabandi Þrjú á Palli, og segi ekki annað að slatti af stress.is, glas af grandi, í bland við soldið arídúarí gera jólamánuðinn meira en þolanlegan.

Skál fyrir því
Jónína

0 Comments:

Post a Comment

<< Home