Sunday, December 03, 2006

Orð dagsins

Mér finnst orð ákaflega skemmtileg, og er einlægur aðdáandi orðaleikja og orðaspila af öllu tagi. Eins og forfallinn Skraflari á ég meira segja til að telja saman í huganum stigagildi hinna ýmsu orða sem verða á vegi mínum.

Stundum er maður svo heppinn að á vegi manns verða , eða í eyrum manns lenda, alveg stórkostlega skemmtileg orð sem varpa með því sama upp ótrúlega skýrum myndum af fyrirbærinu sem þau eiga við um. Þau eignast hreinlega sjálfstætt líf, og verða alveg að heilu hugtaki útaf fyrir sig. Í síðustu viku skullu tvö slík á hlustunum á mér, og vöktu með mér ótvíræða kátínu, sem enn á eftir að rjátla af mér. Þetta eru orðin Mussuhlussa og Moði.

Nú hef ég ekki hugsað mér að gefa upp merkingu þessarra skemmtilegu orða, eða fyrir hvað þau standa, heldur láta lesendum eftir að búa sér til eigin hugarmyndir og hugmyndir að merkingu þeirra.

Er þó nokkuð hrædd um að hinn eini tryggi lesandi síðunnar sé sá sem orðin á :)

með kveðju frá íslenskri málstöð í Köben
JF

0 Comments:

Post a Comment

<< Home