Wednesday, December 06, 2006

Og enn af orðum

Dætur mínar eiga það til að sýna sínar verstu hliðar við morgunverðarborðið og morguninn í dag var engin undantekning. Þar sátu þær, þessar dúllur; önnur sagði "bjáni" og hin svaraði "fábjáni".
Hver er eiginlega munurinn á bjána og fábjána? Þetta forskeyti "fá", hvað stendur það fyrir? Þýðir það að viðkomandi sé dæma bjáni, semsagt alveg einstaklega mikill bjáni? Eða er merkingin kannski sú að viðkomandi sé bjáni í skipti, semsagt bjáni af og til? Sá sem þetta veit, má gjarnan svara.
Med venlig hilsen - klukkan 09:48 á miðvikudagsmorgni
Anna Lilja

3 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Ég ætlaði að fara að samlíkja bjána/fábjána við orðið fáviti, en sá um leið að sú samlíking gengur illa upp. Viti er sá sem veit eitthvað, fáviti sá sem fátt veit.
Bjáni er alltaf bjáni, með eða án forskeytisins.
kv. Jónína

8:02 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Jónína: Er VITI sá sem veit eitthvað...?
Stupid me; ég sem hélt að viti væri svona hátt hús með ljósi oná og gegndi þeim tilgangi að vísa skipum og bátum til hafnar. Hef greinilega vaðið í villu og svíma í mörg herrans ár ;-)
Kv, Anna Lilja

5:41 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Já Anna mín, ekki er viti viti nema veðurviti sé;)
kv
JF

2:45 PM  

Post a Comment

<< Home