Wednesday, December 13, 2006

Að halda "geðinu" gangandi

Hér koma nokkrar nýstárlegar leiðir til að halda geðinu góðu og lundinni léttri í skammdeginu


Ef einhver biður þig um að gera eitthvað, spurðu alltaf hvort hann vilji franskar með því

Settu ruslafötuna á skrifborðið og merktu hana; Póstur Inn

Byrjaðu allar setningar á ”samkvæmt því sem spámaðurinn segir”

Hoppaðu eins mikið og hægt er í stað þess að ganga

Spyrðu alla sem þú hittir hvers kyns þeir eru. Fáðu svo hláturskast þegar þú heyrir svarið

Segðu ”taka með” í hvert skipti sem þú kaupir mat í bílalúgu

Farðu á ljóðalestur, og spyrðu hversvegna ljóðin rími ekki

Öskraðu ”ég vann, ég vann” í hvert skipti sem þú tekur peninga út úr hraðbankanum

Góða skemmtun!

2 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Og hver er það sem svona skrifar? Skyldi það vera Votturinn Jónína?
Anna Lilja

6:14 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Ójá, það get ég vottað!
Jónína

2:55 PM  

Post a Comment

<< Home