Wednesday, December 27, 2006

Bratz

Jólum fylgja gjafir. Séu börn á heimilinu eru þessar gjafir oftar en ekki leikföng. Svo er það einnig á mínu heimili, en um jólin bættist all verulega við leikfangaeign systranna. Meðal þess sem við bættist voru 4 Bratz dúkkur, en dúkkur þessar eru með því ógeðfelldara sem ég hef augum litið. Þær eru eins og afkvæmi ET og mellu og fatnaðurinn sem þeim fylgir er eftir því, en einu fötin sem hægt er að fá á þetta eru hreinræktuð „Istedgadeföt”.
Að sjálfsögðu er ég ekki varnarlaust fórnarlamb markaðsaflanna og ég hefði hæglega getað sagt: „Þessu verður skilað eftir helgi.” En ég gerði það ekki, ástæðan var fyrst og fremst sú gleði sem dætur mínar upplifðu þegar þær fengu dúkkurnar. Önnur ástæða var að þar sem óskapnaðurinn var keyptur á Íslandi, þá gat ég ekki skilað þessu. Gott og vel. Ég leyfi dætrum mínum að leika sér með eftirlíkingar af ódýrum gleðikonum. Hvað varð annars um dúkkulísurnar?
Anna Lilja

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

MIKID ER ÉG SAMMÁLA THÉR MED THESSAR BRATZ DÚKKUR!!! ALMÁTTUGUR, ÉG SÁ EINN THÁTT MED "THESSU" Í MORGUNSJÓNVARPINU UM DAGINN OG ÉG MISSTI ANDLITID. FANNST THETTA ALLS EKKI EIGA HEIMA Í MORGUNSJÓNVARPI BARNANNA!!
ILLA MÁLADAR GLEDIDÚKKUR!!
ÁFRAM DÚKKULÍSUR :)
SIGNÝ

1:33 AM  
Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Svo er hausinn á þeim svo þungur að hann dettur alveg jafn auðveldlega af eins og á dúkkulísunum forðum. Fyrir utan að það er jafn erfitt að fá helv Bratzið til að standa í lappirnar eins og dúkkulísu af þynnstu gerð!
JF

1:18 PM  

Post a Comment

<< Home