Tuesday, December 26, 2006

Jólablogg 2

Horfði á Krøniken í gærkvöldi, Pelle býr í húsinu mínu eftir að hann skildi við Søs. Nágranni minn einn hafði haft af því töluverðar áhyggjur að húsið okkar myndi gegna hlutverki „slömms” í þáttunum. Honum hlýtur að vera létt núna, þetta hlýtur að eiga að vera frekar flott hús þar sem sjálfur bankdirektørinn er látinn búa þar.
Og við eigum ennþá Krøniken vasana sem leikmunadeild DR kom með og stillti upp í stofugluggann okkar. Reyndar báðum við þá um að koma að sækja þá, en þeir svöruðu því að það væri búið að því. Þannig að við erum eigendur tveggja seventís keramikvasa sem eru bara nokkuð flottir.
Ég er að lesa alveg frábæra bók; ævisögu Margrétar Frímannsdóttur. Flott skrifuð og í bókinni kemur ýmislegt áhugavert fram. Til dæmis það að Margrét þurfti svo sannarlega að berjast fyrir sinni stöðu í Alþýðubandalaginu. Auk þess að vera kona (sem er sjaldan til framdráttar í stjórnmálum) þá er hún algerlega ómenntuð og hennar aðalstarf var fiskvinnsla. Það var alls ekkert auðveldara fyrir konur að komast til metorða í þessum flokki bræðralags og jafnréttis en í öðrum stjórnmálaflokkum. Í bókinni segir Margrét að flokkurinn hafi verið duglegur við að ræða jafnrétti kynjanna, en þegar kom að því að framkvæma, þá hafi þetta verið orðin tóm.
En enn og aftur; frábær bók um frábæra konu. Mæli með henni.
Anna Lilja

0 Comments:

Post a Comment

<< Home