Monday, December 25, 2006

Jólablogg

Baunasúpan óskar öllum unnendum sínum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Baunar hafa haft það gott það sem af er af jólum, undirrituð sótti íslenska messu í dag. Þar sem téður bauni fer sjaldan til guðsþjónustu, þá er hann í lítilli æfingu í þeim siðum og venjum sem í kirkjum tíðkast. Til dæmis þykir mér afar erfitt að átta mig á því hvenær á að standa upp og hvenær setjast má niður. Þó hef ég áttað mig á því að þegar presturinn þrumar: „Takið á móti postullegri blessun”, þá á maður að standa upp. Hvað er annars postulleg blessun?
Skrifað klukkan hálf sjö á jóladag
Anna Lilja
P.S.: Allir að horfa á „Krøniken” í kvöld, húsið mitt er þar í aðalhlutverki!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home