Wednesday, December 13, 2006

enn um jólin

Las thetta í vikunni og fannst thad svo ljómandi hressandi ad ég ákvad ad deila thví med ykkur:

Hefdu vitringarnir thrír verid kvenkyns hefdu their spurt til vegar, komid tímanlega á stadinn, tekid á móti Jesúbarninu, thrifid fjárhúsid, eldad pottrétt og komid med praktískar gjafir eins og bleyjur og slíkt. En their voru víst karlmenn....

Annars er jólaundirbúningur í fullum gangi á thessu heimili. Búid ad baka 2 smákökusortir (og önnur uppseld), jólatréd skreytt, búid ad kaupa allar gjafir og pakka theim inn.

Ég hef hugsad mér ad verda alltaf heimavinnandi í desember. Thad besta er svo ad ég tharf ekki einu sinni ad halda jólin heldur bara mæta í mat hjá tengdó og fleygja mér í sófann thegar thad er komid ad uppvaskinu.. thví thad er jú dónaskapur ad yfirtaka eldhús annarra kvenna.

jólakvedjur
-R

ps. íslenski jólasveinninn er víst thekktur fyrir ad koma degi of seint í Danmörku.

1 Comments:

Blogger Kaffihúsaklúbburinn said...

Já, það er nebblega alltaf seinkun hjá Flugleiðum!
kv JF

9:45 AM  

Post a Comment

<< Home